Náttúrufræði og skógurinn

Náttúrufræði og skógurinn

Í dag fór skólinn í heimsókn inn í Þjórsárdal  í yndisleg veðri, þar sem  farið var í leiki og unnin voru verkefni tengd náttúrufræði.

Þegar komið var inn í skóg var nemendum skipt niður í vinnuhópa. Nemendur í 5.-7. bekk voru svo heppnir að 6. bekkur í Flúðaskóla kom með í skóginn og vann með þeim  verkefnin.


Eldri
Yngri nemendur byrjuðu á því að fara í vísbendingaleik. Vísbendingar voru lesnar fyrir börnin um t.d. tungl, jökul, vatnsdropa. Ef þau vildu giska á svarið settu þau fingurinn á nefið sitt.

Eldri nemendur byrjuðu á því að fara í leikinn: Hvað er ég. Þá voru sett hugtök úr náttúrufræðinni á bakið á þeim og þau áttu að spyrja aðra í hópnum ja og nei spurninga. Það mátti spyrja hvern vin 3 spurninga, þar til þeir höfðu fundið út hugtakið sitt. Hugtökin voru t.d. jökull, jarðskjálfti, jökulá,eldgos, gjóska, hraun, foss o.fl.

Um kl. 10 fengu síðan allir heitt kakó og samlokur.


yngri

Eftir kaffi fóru nemendur í  1.-4. bekk á náttúrufræðistöðvar. Þar voru annars vegar veðurstöðvar þar sem þau áttu að athuga vindátt, hitastig og skýjafar. Þar bjuggu m.a. til flagg til þess að skoða vindáttina með. Hins vegar voru stöðvar þar sem nemendur áttu að búa til flettiljóð um náttúruna.

Eftir kaffihlé var nemendum í  5.-7. skipt í 4-5 manna hópa og þar var unnið með landmótun- innri og ytri öfl. Hóparnir unnu saman að því að búa til land, svæði eða eyju og byggja hana upp með fjöllum, eldfjöllum, hrauni, grjóti, jöklum, húsum og öðru sem þeim datt í hug. Í lokin kynntu síðan allir svæðið sitt.

Komið var aftur í skólann um kl. 12.