Skautaferð 31. janúar 2012

Skautaferð 31. janúar 2012

skautar
Árlega er farið í ferð til þess að kynna fyrir nemendum vetraríþrótt. Í gær fórum við því  í Egilshöll á skauta. Þetta var mjög skemmtileg ferð. Margir byrjuðu með grind á svellinu en einbeitingin var mikil og öryggið kom því fljótt. Sumir léku listir, aðrir fóru í þrautakóng  og íshokkí. Áberandi var hvað stóru krakkarnir voru góðir og hjálpsamir við þá yngri og það er alveg frábært. Eitt er víst að allir skemmtu sér konunglega og voru skólanum sínum til mikils sóma.