Um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla, og farsælt komandi ár. Hlökkum við til að sjá nemendur 4. Janúar
Vikan 13. – 17. desember
Mánudagur – 3.bekkur fær eldvarnarfræðslu frá slökkviliðinu. Miðvikudagur – Svartur dagur/vasaljósadagur. Jólahringekja allan daginn. Unnið í aldursblönduðum hópum. Fimmtudagur – Jólamatur í Árnesi í hádeginu. Föstudagur – Litlu jólin frá kl. 10-12. Nemendur hafa með sér smákökur, drykk, kerti og pakka (ca.1000kr.)
Úrslit í myndasamkeppninni vinátta
Nú höfum við tilkynnt sigurvegara í myndasamkeppninni um vináttu. Á yngra stigi fékk myndin hennar Guðrúnar Renötu flest stig og á eldra stigi var það myndin hennar Jönu sem var stigahæðst. Þær fengu bíomiða fyrir 2 í verðlaun.
Jólaferð í skóginn
Á föstudaginn fórum við í árlegu jólaferðina okkar í skóginn. Við hittum þar Hurðaskellir og Stekkjastaur og dönsuðum með þeim í kringum jólatré. Þá voru unnin jólaverkefni á stöðvum og efniviði var safnað fyrir jólahringekju. Allir fengu síðan heitt kakó og lummur.
Myndasamkeppni
Í tilefni að vinavikunni í skólanum var sett af stað myndasamkeppni í 1.-7.bekk. Hér má sjá þær myndir sem komust í úrslit, en þær eru nú til sýnis í skólanum. Ein mynd verður valin af yngra stigi og ein af því eldra og úrslit verða tilkynnt í næstu viku.
Jól í skókassa
Árlega tökum við þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það er hluti okkar í verkefninu um sjálfbærni. „Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn og fullorðna til þess að gleðja börn sem búa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim gjafir....
Hrekkjavaka
Hrekkjavaka – Í tilefni Hrekkjavöku var náttfatadagur hjá okkur í Þjórsárskóla föstudaginn 29. október. Ýmis uppbrot frá kennslu voru þennan dag, stofur voru skreyttar og boðið var upp á margskonar „hrikalegar“ veitingar.
Skáld í skóla
Föstudaginn 22. október fengum við til okkar góða gesti. Þau Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Sverrir Norland kynntu sig og verk sín og fengu síðan nemendur til að búa til ævintýralega sögu með sér. Nemendur voru hugmyndaríkir og tóku virkan þátt. Frábær skemmtun.
Skólabyrjun í haust
Um leið og við viljum þakka fyrir veturinn minnum við á að skólasetning verður mánudaginn 23. ágúst. Stefnt verður að því að fara í árlegu útileguna okkar 26. - 27. ágúst. Skóladagatal næsta árs: https://www.thjorsarskoli.is/index.php/skoladagatal Munið eftir sumarlestrinum. Hafið það gott í sumar. Kær kveðja starfsfólk skólans.
Stóra upplestrarkeppnin - Lokahátíðin á Flúðum 25. maí 2021
Lokakeppni stóru upplestrarkeppninnar var haldin á Flúðum. Nemendur frá fimm skólum í uppsveitum og Flóa kepptu til úrslita. Tveir piltar úr Þjórsárskóla gerðu sér lítið fyrir og hrepptu 1. og 3. sætið. Eyþór Ingi Ingvarsson hlaut fyrsta sætið og Vésteinn Loftsson það þriðja. Þetta er frábær árangur og starfsfólk Þjórsárskóla er mjög stolt af strákunum okkar.