Skólaslit

Skólaslit

Miðvikudaginn 1. júní voru skólaslit í Þjórsárskóla. Þá var sýning á verkum nemenda í Árnesi, afhentur var vitnisburður, viðurkenning fyrir heimalestur, sundbikarar og að auki verðlaun fyrir háttvísi – góða félagslega færni. Á yngra stigi var það Anna Pálína sem fékk verðlaun og á eldra stiginu var það Alexíus Máni. Óskum við þessum flottu fyrirmyndum til hamingju.

Þá voru nemendur í 7. bekk kvaddir sérstaklega þar sem þeir halda nú áfram skólagöngu sinni í Flúðaskóla í haust.

Hafið það sem allra best í sumar

Starfsfólk Þjórsárskóla

Skólasetning verður föstudaginn 19. ágúst.