Skólaheimsóknir

Skólaheimsóknir

Yfir skólaárið kemur skólahópur leikskólans í reglulegar heimsóknir til 1.-2. bekkjar og Kristínar með leikskólakennaranum sínum honum Hauki.  Unnið er með þema í þessum heimsóknum þar sem fléttuð er saman kennsla í mörgum námsgreinum. Með þessari samfellu milli skólastiga skapast öryggi hjá verðandi skólabörnum og vinatengsl myndast hjá þeim yngri og eldri.