Vikan framundan

Miðvikudagur 25.janúar - Skákmót fyrir hádegi. Fimmtudagur 26.janúar - Skólahópur Leikholts með 1.-2.bekk til kl. 12.45. Föstudagur 27.janúar - Tónlistarskólinn með kynningu fyrir 1.-2.bekk.

Tilraunir og vísindavaka

Í náttúrufræði er unnið með vísindalotu. Yngri nemendur gerðu tilraunir með kennaranum sínum og nemendur á miðstigi völdu sér tilraun, framkvæmdu hana og kynna hana síðan fyrir gestum og samnemendum á fimmtudaginn.

Vikan framundan

Miðvikudagur 18.janúar - Foreldraviðtöl. Nemendur mæta með foreldrum sínum í viðtal til umsjónarkennara. Föstudagur 20.janúar - Þorramatur og söngur.  

Vikan framundan

Starfsfólk Þjórsárskóla óskar fjölskyldum gleðilegs nýs árs Þriðjurdaginn 10. janúar - Brautarholtssund Foreldraviðtöl er miðvikudaginn 18. janúar - í næstu viku  

Gleðileg jól

Hátíðarkveðja frá starfsfólki Þjórsárskóla. Sjáumst kát og glöð þriðjudaginn 3.janúar. Þá verður kennsla samkvæmt stundaskrá, muna eftir sundfötum.  

Jólahringekja

Fimmtudaginn 8.desember vorum við með jólahringekju allan daginn. Nemendur unnu föndurverkefni í aldursblönduðum hópum.    

Vikan framundan

Þriðjudagur 13. desember - Sund fellur niður. Fimmtudagur 15. desember - Jólaferð í skóginn. Mikilvægt að koma vel klædd. Jólamatur þegar við komum til baka í hádeginu. Jólamynd eftir hádegi. Föstudagur 16. desember - Litlu jólin milli kl. 9 - 11. Skólaakstur í samræmi við þessa tímasetningu.

Sundátak

Gugga sundkennari stóð fyrir sundátaki með nemendum í nóvember. Í byrjun desember voru afhend verðlaun fyrir þátttöku. Nemendur í skólanum syntu 77,6km í sundtímum sem er frábært.

Vikan framundan

Mánudagur 5. desember - Brunaæfing Þriðjudagur 6. desember - Brautarholtssund Miðvikudagur 7. desember -Foreldrarfélagið með jólaföndur í Leikholt í samstarfi við Foreldrar félagið í Leikskólanum Fimmtudagur 8. desember - Jólahringekja, jólaföndur og fleira Föstudagur 9. desember – 7.bekkur fer í heimsókn á Flúðir

Vikan framundan

Mánudagur 28.nóvember - Skreytingadagur í skólanum Miðvikudagur 30. nóvember - Kirkjuheimsóknir. Eldri nemendur fara að Stóra Núpi og þeir yngri að Ólafsvöllum. Fimmtudagur 1. desember - 1. bekkur í heimsókn í Leikholt fram að hádegi. Föstudagur 2. desember - Jólafatadagur. 7.bekkur fer í heimsókn á Flúðir.