Gleðilega páska

Gleðilega páska

Í dag var síðasti skóladagur fyrir páskafrí og í tilefni þess vorum við í páskalegum fötum og gerðum okkur glaðan dag. Við lok dagsins horfðum við saman á upptöku frá árshátíðinni okkar og fórum síðan út í páskaeggjaleit á skólalóðinni.

Skólinn byrjar aftur samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 11.apríl.

Hafið það sem allra best um páskana.

Starfsfólk Þjórsárskóla