Fyrsta sunnudag í aðventu var skóladagur í Þjórsárskóla. Þá fluttu nemendur helgileik og sungu jólalög á aðventuhátíð í Félagsheimilinu Árnesi. Nemendur stóðu sig vel og voru til fyrirmyndar í alla staði. Í næstu viku fara yngri nemendur á Dvalarheimili aldraðra Blesastöðum og syngja jólalög og flytja helgileik fyrir íbúa. Að...
Dagur íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í skólanum með flutningi á fjölbreyttu efni. Nemendur sögðu frá Jónasi Hallgrímssyni, lásu ljóð eftir hann, lásu frumsamin ljóð og fluttu leikþætti. Eldri nemendur fluttu leikþátt eftir sögunni Stúlkan í turninum eftir Jónas og yngri nemendur fluttu frumsaminn leikþátt sem var saminn út frá...
Landgræðsluverðlaun
Í dag fóru elstu nemendur skólans ásamt þremur kennurum að Gunnarsholti og tóku við landgræðsluverðlaunum árið 2010. Árlega veitir Landgræðslan fimm verðlaun fyrir vel unnin störf og verkefni í þágu landgræðslu. Þetta árið hlaut Þjórsárskóli verðlaun . Landgræðsla er eitt af þeim verkefnum í nærsamfélaginu sem skólinn hefur fléttað inn í almennt nám nemenda. Sett hafa verið...
Víkingaþema hjá yngstu
Föstudaginn 5. nóvember lauk víkingaþema í 1. og 2. bekk sem hófst 28. október síðastliðinn. Á þessum stutta tíma afrekuðu nemendur margt, þ.á.m. að mála stóra mynd af torfbæ, búa til torfbæ, teikna mynd af langskipi, teikna Stöng eins og hún leit út þegar Gaukur bjó á Stöng og einnig...
Lög foreldrafélagsins
Lög Foreldrafélags Þjórsárskóla, {phocadownload view=file|id=40|text=22.sept. 2011|target=s}
Grænfáninn í fjórða skiptið
Í dag var hátíðleg athöfn í skólanum þar sem Þjórsárskóli fékk Grænfánann í fjórða sinn. Skólaskórinn söng tvö lög í upphafi. Þá töluðu skólastjóri, formaður umhverfisnefndar hreppsins og fulltrúi Landverndar. Að því loknu var farið út og nýjum fána flaggað. Á Grænfánanum er mynd af opinni bók þar sem fyrri síðan...
Útikennsla vikunnar
Nóvember byrjaði með útikennslu í skóginum og kennsluferð um Þjórsárdal. Mánudagur í skóginum var helgaður íslensku. Þá unnu nemendur verkefni í skóginum sem tengdust hlustun, orðflokkum, stafrófi, réttritun, munnlegum lýsingum og vinnu með orð og setningar. Skipt var eftir aldri í verkefnavinnunni. Elstu nemendur leikskólans voru með í för og...
Landgræðsluferð
Veður var gott daginn eftir foreldraviðtöl svo ákveðið var að fara í landgræðsluferð skólans sem hafði áður verið frestað vegna veðurs. Verkefnin voru að dreifa úr rúllu, athuga hvernig til tókst með að setja niður stiklinga af gulvíði og loðvíði síðasta haust, bæta í þar sem vantaði og setja niður...
Unnið í skólalóð
Skógardagur skólans 29. september var nýttur í vinnu í skólalóðinni. Verkefnum var skipt niður á aldursskipta hópa sem hver og einn hafði ákveðinn starfsmann með sér. Markmið dagsins náðust nánast öll. Afraksturinn má sjá á lóðinni á bak við skólann. Þar eru nú tvær jafnvægisslár, fjórtán stólpar til að stika...
Hjóladagur
Hjóladagurinn tókst vel. Það var gott veður þrátt fyrir slæma spá. Hver námshópur fór sína vegalengd með einhverjum breytingum sem hentuðu í þetta skipti. Nemendur stóðu sig vel og réðu við sína leið. Yngstu voru í og við hverfið á meðan þau elstu fóru Steinsholtshringinn. Svo voru margar leiðir þar...