Aðventan

Aðventan

lesararFyrsta sunnudag í aðventu var skóladagur í Þjórsárskóla. Þá fluttu nemendur helgileik og sungu jólalög á aðventuhátíð í Félagsheimilinu Árnesi. Nemendur stóðu sig vel og voru til fyrirmyndar í alla staði.
Í næstu viku fara yngri nemendur á Dvalarheimili aldraðra Blesastöðum og syngja jólalög og flytja helgileik fyrir íbúa. Að því loknu er farið í heimsókn í Ólafsvallakirkju þar sem sr. Eiríkur tekur á móti þeim. Eldri nemendur heimsækja Stóra-Núps kirkju og ræða við sr. Eirík þar.
Föstudaginn 10. desember verður jólaferð í skóginn þar sem fjölskyldum og íbúum sveitarinnar býðst að koma með og sækja sér jólatré. Þá verður heitt kakó í boði skólans og vonandi verða góðir gestir á sveimi í skóginum.
Kórinn syngur með kirkju- og barnakórum í Skálholti laugardaginn 11. des kl. 14:00.