Unnið í skólalóð

Unnið í skólalóð

unnid i skolalodSkógardagur skólans 29. september var nýttur í vinnu í skólalóðinni. Verkefnum var skipt niður á aldursskipta hópa sem hver og einn hafði ákveðinn starfsmann með sér. Markmið dagsins náðust nánast öll. Afraksturinn má sjá á lóðinni á bak við skólann. Þar eru nú tvær jafnvægisslár, fjórtán stólpar til að stika eftir, ræðupúlt í miðju hringpalls, bekkir í kofanum og góðar holur með skít í sem verða nýttar fyrir plöntur. Í lok vinnunnar voru bekkirnir nýttir á meðan sungið var af öllum kröftum. Margir skemmtu sér líka vel við að prófa jafnvægisslána og stólpana að lokinni vinnu. Það var almennt álit nemenda að þetta væru skemmtilegt leiktæki. Hluti dagsins var nýttur í fund með fulltrúa Landverndar sem var að meta skólann út frá grænfánaverkefninu og stóðu nemendur sig frábærlega þar. Sá fundur var tekinn upp og verður útvarpað af honum síðar á ríkisútvarpinu. Þrátt fyrir skúrir var dagurinn góður.