Landgræðsluverðlaun

Landgræðsluverðlaun

landgraedslaÍ dag fóru elstu nemendur skólans ásamt þremur kennurum að Gunnarsholti og tóku við landgræðsluverðlaunum árið 2010. Árlega veitir Landgræðslan fimm verðlaun fyrir vel unnin störf og verkefni í þágu landgræðslu. Þetta árið hlaut Þjórsárskóli verðlaun  Smile.  Landgræðsla er eitt af þeim verkefnum í nærsamfélaginu sem skólinn hefur fléttað inn í almennt nám nemenda. Sett hafa verið langtíma- og skammtímamarkmið með verkefnum sem unnið er að. Núna hefur skólinn ákveðið svæði á Skaftholtsfjalli sem verið er að græða upp. Verðlaunin eru frábær viðurkenning fyrir skólann og störf hans.  Til hamingju nemendur og starfsfólk!