Grænfáninn í fjórða skiptið

Grænfáninn í fjórða skiptið

graenfaninnÍ dag var hátíðleg athöfn í skólanum þar sem Þjórsárskóli fékk Grænfánann í fjórða sinn. Skólaskórinn söng tvö lög í upphafi. Þá töluðu skólastjóri, formaður umhverfisnefndar hreppsins og fulltrúi Landverndar. Að því loknu var farið út og nýjum fána flaggað. Á Grænfánanum er mynd af opinni bók þar sem fyrri síðan er blá og sú seinni er hvít. Bókin táknar með því að bláa síðan er fortíðin og búið að fylla hana en framtíðin liggur í auðu, hvítu síðunni.