Víkingaþema hjá yngstu

Víkingaþema hjá yngstu

vikingathemaFöstudaginn 5. nóvember lauk víkingaþema í 1. og 2. bekk sem hófst 28. október síðastliðinn. Á þessum stutta tíma afrekuðu nemendur margt, þ.á.m. að mála stóra mynd af torfbæ, búa til torfbæ, teikna mynd af langskipi, teikna Stöng eins og hún leit út þegar Gaukur bjó á Stöng og einnig var teiknuð mynd af ás eða ásynju úr goðafræðinni. Að lokum voru litlir skinnskór saumaðir og víkingabrauð bakað úti á eldstæðinu okkar. Í lok þemans héldum við sýningu fyrir foreldra og systkini nemenda sem eru hér í skólanum. Hún heppnaðist vel og erum við öll, nemendur og kennarar, mjög stolt af því verkefni sem unnið var um víkinga og landnámsöld.

Hafðu samband við okkur

Þjórsárskóli Árnesi, 804 Selfoss
Sími: 486-6000
Kennitala: 540602-4410
Netfang: Skolastjori@thjorsarsarskoli.is

    [recaptcha]