Frábær kokkur í skólanum okkar

Við í Þjórsárskóla erum ofsalega ánægð með matinn sem við fáum í hádeginu. Maturinn er eldaður á staðnum af Kolbrúnu Kristínu Daníelsdóttur, eða Stínu eins og við köllum hana öll. Hann er handgerður frá grunni og er áherslan á það að hafa bæði hollan og góðan mat. Öll hráefnin koma...

Baráttudagur gegn einelti

Í dag er sérstakur dagur á Íslandi sem tileinkaður er baráttu gegn einelti. Við í Þjórsárskóla tókum þátt í deginum og við segjum STOPP við einelti. Nemendur höfðu allir fengið innlegg um Olweus og einelti og bjuggu í framhaldi af því til hendurnar sínar og skrifuðu inn í þær þeir hvað...

Skógarferð

    Fimmtudaginn 25. október fórum við inn í skóginn okkar í stöðvavinnu. Stöðvarnar voru fjölbreyttar: stærðfræðistöð, íslenskustöð, heimilisfræðistöð og listgreinastöð.  Nemendur voru flestir vel klæddir og höfðu gaman af þessari tilbreytingu í skólastarfinu.

Heimilisfræði

Nemendur hafa verið mjög áhugasamir í Heimilisfræði, margir hafa beðið um uppskriftir. Núna er hægt að finna eitthvað af uppskriftunum,  sem við höfum verið að gera í haust, hérna á heimasíðu skólans undir: Tenglasafn Heimilisfræði – uppskriftir. Fleiri uppskriftir bætast svo við fljótlega.   Nemendur í 1. og 2.bekk gerðu flottar...

Nýsköpun

   Tveir nemendur úr skólanum komust í úrslit í Nýsköpunarkeppni grunnskóla 2012. Það eru þær Sigríður Lára og Dísa Björk, nemendur í 7. bekk. Um helgina fóru þær í vinnusmiðju í Háskólanum í Reykjavík og kynntu síðan verkefni sitt. Við í skólanum erum stolt af stelpunum okkar.

Heilsueflandi grunnskóli

{phocadownload view=file|id=85|text=Skýrsla11-12 |target=s} {phocadownload view=file|id=122|text=Samantekt12-13|target=s} Þjórsárskóli er þátttakandi í Þróunarverkefninu" Heilsueflandi grunnskóli" og er nú að hefja sitt fjórða starfsár sem slíkur.  Meginmarkmið heilsueflandi grunnskóla er að stuðla að góðum skólabrag og hafa jákvæð áhrif á lífshætti, heilsu og almenna velferð nemenda. Nemendurnir geta lært og þjálfað sig í ýmsum efnum, bæði...

Bleiki dagurinn

Bleiki dagurinn var haldinn hátíðlegur hjá okkur í dag í Þjórsárskóla. Með því að klæðast bleiku sýndum við samstöðu okkar í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Grænfáninn

Þriðjudaginn 9. október var haldin hátíð í skólanum. Þá fögnuðum við afhendingu Grænfánans í 5 sinn. Það var Sigþrúður Jónsdóttir fulltrúi landverndar sem afhendi fánann. Auk hennar tók Ástráður, fulltrúi nemenda í umhverfisnefndinni, til máls ásamt sveitastjóranum okkar, Kristófer. Við leggjum hart að okkur í skólanum að sinna umhverfinu og...

Sumarlestur

Margir nemendur tóku góðum framförum í lestri síðasta vetur. Til þess að viðhalda þessum framförum er mikilvægt að halda áfram að lesa á sumrin. Til þess að gera sumarlesturinn hvetjandi og spennandi fórum við í Þjórsárskóla af stað með verkefnið sumarlestur. Hraðapróf í lestri frá því í vor og núna...