Endurskinsvesti

  Í vikunni var skólanum færð endurskinsvesti að gjöf frá Landsstólpa. Þau eiga eftir að koma sér vel í útikennslu, skógarferðum og annari útiveru í skólanum. Erum við Beggu og Adda ákaflega þakklát fyrir þessa flottu gjöf og þá er líka skemmtilegt að hafa vestin merkt Þjórsárskóla.       

Öskudagurinn

      Á öskudaginn mættu nemendur og starfsfólk í búningum í skólann. Fram til kl.10 voru nemendur í heimastofunum sínum þar sem teknar voru myndir, spjallað og sprellað. Þá var farið á öskudagsball í Árnes þar sem Jón Bjarnason lék fyrir dansi og kötturinn var sleginn úr tunnunum. Foreldrafélagið bauð...

Skíðaferð 2015

Fimmtudaginn 12. febrúar fórum við í skíðaferð í Bláfjöll með alla nemendur í 1.-7.bekk. Bestu aðstæður voru á svæðinu, frost og stillt veður. Allir fóru á skíði og þeir sem þurftu fengu kennslu og aðstoð.  Gleði, þrautsegja og úthald var gott og nemendur stórir og smáir, skíðuðu allan tímann og...

Útikennsla

Frá því í haust hafa krakkarnir í 7. bekk verið í verkefni með Lilju, sem við köllum „Kálfá“. Þá förum við einu sinni í mánuði, göngum sömu vegalengdina frá Nónsteini og að gömlu Kálfárbrúnni, þau taka minnispunkta hvað þau sjá á leiðinni og teknar eru myndir. Þeim er síðan skipt...

Samvinna

Á dögunum komu nemendur úr 7. bekk inn til nemenda í 1.- 2. bekk sem aðstoðarkennarar. Þeir voru paraðir saman og byrjuðu á því að lesa og skrifa orð og unnu síðan saman að fleiri verkefnum. Flottir krakkar og góðar fyrirmyndir fyrir þau yngri.

Þjórsárskóli fær ART vottun

Miðvikudaginn 17. desember fengum við góða gesti úr ART teymi Suðurlands til okkar í heimsókn. Kolbrún, Sigríður og Bjarni veittu skólanum ART vottun. Nú eru allir umsjónarkennarar búnir að fara á réttinda námskeið, ART tímar eru fastir á stundatöflum nemenda, starfsfólk skólans hefur fengið kynningu, og ART er sýnilegt í...

Jólaferð í skóginn

   Þriðjudaginn 9. desember fórum við í jólaferðina okkar inn í skóg. Þegar við komum inn að skýlinu okkar, fundum við þar sofandi jólasvein sem hraut ansi hátt. Hann var hinn glaðasti með að hitta okkur og við sungum með honum og dönsuðum í kringum jólatré. Þá fórum við í...

Grænfáninn og skógarsamningur í Þjórsárskóla

  Í dag héldum við hátíð í skólanum. Við tókum á móti Grænfánanum og skrifað var undir áframhaldandi samning við Skógrækt ríkisins til næstu þriggja ára. Nemendur skólans byrjuðu á því að syngja saman Kvæðið um fuglana og umhverfisnefnd Þjórsárskóla sagði frá Grænfánaverkefninu í máli og myndum og Bolette sagði...

Dagur íslenskrar tungu

17. nóvember héldum við upp á dag íslenskrar tungu. Nemendur og starfsmenn komu saman og hlýddu á flutning nemenda á ljóðum eftir skáld sem áttu heima í sýslunni. Allmargir gestir komu. Hátíðin tókst vel og stóðu nemendur sig með sóma. 

Dagur gegn einelti

6.-7. nóvember tókum við þátt í „degi gegn einelti“. Fyrst var haldinn bekkjarfundur með hverjum hóp þar sem notaðar voru klípusögur og myndlíkingar til þess að rifja upp eineltishringinn og skilgreiningar á einelti. Þá var farið í að vinna úr niðurstöðum kosninga á einkennisorðum fyrir skólann. Orðin voru valin af...