Skíðaferð 2015

Fimmtudaginn 12. febrúar fórum við í skíðaferð í Bláfjöll með alla nemendur í 1.-7.bekk. Bestu aðstæður voru á svæðinu, frost og stillt veður.

Allir fóru á skíði og þeir sem þurftu fengu kennslu og aðstoð.  Gleði, þrautsegja og úthald var gott og nemendur stórir og smáir, skíðuðu allan tímann og margir sigrar voru unnir þennan dag. Við þökkum frábærum foreldrum fyrir aðstoðina og erum mjög ánægð með ferðina og okkur fyrirkomulagið. 

1

Fleiri myndir má finna hér á heimasíðunni og gaman væri ef foreldrar myndu senda okkur enn fleiri til þess að bæta í myndasafnið.