Endurskinsvesti

 

Í vikunni var skólanum færð endurskinsvesti að gjöf frá Landsstólpa. Þau eiga eftir að koma sér vel í útikennslu, skógarferðum og annari útiveru í skólanum. Erum við Beggu og Adda ákaflega þakklát fyrir þessa flottu gjöf og þá er líka skemmtilegt að hafa vestin merkt Þjórsárskóla.