Jól í skókassa

Árlega tökum við þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það er hluti okkar af verkefninu um sjálfbærni. „Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn og fullorðna til þess að gleðja börn sem búa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim gjafir....

Krakkafrjálsar á Laugarvatni

Hið árlega krakkafrjálsar-íþróttamót fyrir 1.- 4.bekk var haldið á Laugarvatni mánudaginn 19.október. Krakkafrjálsar snúast aðallega um að krakkarnir komi saman, vinni sem lið og hafi gaman af því að spreyta sig í greinum þar sem reynir á grunnþætti hreyfingar s.s. stökk, köst og hlaup af mismunandi toga. Það er svo...

Bleikur dagur

BLEIKUR DAGUR FÖSTUDAGINN 16. október Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni eru landsmenn hvattir til að klæðast einhverju bleiku þennan dag. Við í Þjórsárskóla sýndum samstöðu og tókum þátt í þessum degi.   

Umhverfisþing

Föstudaginn 9 október var haldin umhverfisþing á Grand Hotel í Reykjavík. Okkur í Þjórsárskóla var boðið að koma með tvo nemendur til að kynna vistheimtverkefni skólans.Það voru Kristín Huld Stefánsdóttir og Haukur Arnarsson sem héldu á þingið ásamt umsjónarkennara sínum. Hvolsskóli og Grunnskólinn á Hellu voru einnig með kynningu á...

Kósý mottan

3. og 4. bekkur í Þjórsárskóla fékk gefins mottu í kósý hornið frá IKEA nú á dögunum. Bekkurinn er mjög glaður og þakklátur fyrir þessa fallegu gjöf! Mottan á eftir að nýtast vel í leik, námi og starfi enda skiptir notalegt og hlýlegt námsumhverfi miklu máli í upplifun barna og...

Skákkennsla í Þjórsárskóla

Mánudaginn 5. október kom Stefán Bergsson verkefnisstjóri þróunarverkefnis í skák til okkar og hóf kennslu í skák.  Allir nemendur í 1.-4. bekk fengu kennslu í skák fyrir hádegi. Stefán fór yfir heiti taflmanna, mannganginn og skákborðið sjálft.  Eftir það tefldu nemendur peðaskák.  Peðaskák er góð æfing fyrir nemendur.  Peðunum er...

Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru 16. september var nýttur til útiveru og landgræðslu hjá okkur í Þjórsárskóla. Allir nemendur skólans fóru í hjólaferðir. 1. og 2. bekkur hjólaði um nánasta umhverfi skólans. 3. og 4 bekkur hjólaði að Skaftholtsfjalli og hitti þar nemendur í 1. og 2 bekk sem voru keyrðir þangað....

Útilega

Í fyrstu vikunni á skólanum förum við árlega í útilegu inn í Þjórsársdal. Lagt var af stað á fimmtudegi og byrjað var á því að vinna á fjölbreyttum stöðvum. Þar vorum við að grisja, vinna með íslensk orð, tálga, skoða skordýr og plöntur og undirbúa aðstöðuna okkar. Seinnipartinn voru síðan...