Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru 16. september var nýttur til útiveru og landgræðslu hjá okkur í Þjórsárskóla. Allir nemendur skólans fóru í hjólaferðir. 1. og 2. bekkur hjólaði um nánasta umhverfi skólans. 3. og 4 bekkur hjólaði að Skaftholtsfjalli og hitti þar nemendur í 1. og 2 bekk sem voru keyrðir þangað. Þessir fjórir bekkir gengu upp á Skaftholtsfjall og skoðuðu tilraunareitina í Vistheimt verkefninu okkar. Þar hittu þau Sigþrúði Jónsdóttur hjá Landgræðslunni og fræddi hún þau um uppgræðslu landsins. Síðan fóru þau í verkefni við uppgræðslu. Notuð var heyrúlla og þau dreifðu heyi um svæðið. Við höfum farið þangað í nokkur ár að græða landið.
5.-7 bekkur hjóluðu Hælshringinn. Hjólað er að Ásaskóla, yfir Kálfá, upp hjá Austurhlíð og framhjá Hæli og að skólanum. Einar á Hæli kom til að ferja okkur yfir ána en flestir létu sig hafa það að reyna að hjóla yfir ána sem er erfitt þar sem hún er frekar grýtt. Þegar yfir var komið vildu flestir reyna aftur að hjóla yfir. Sumir hlupu yfir ána. Það voru blautir en ánægðir nemendur sem héldu hjólandi áfram í skólann. Við vorum einstaklega heppin með veður þennan dag. Sólin skein og það var hlýtt en vindurinn var aðeins að blása. Nemendur voru mjög duglegir í ferðinni og má með sannri segja að gleði og ánægja ríkti í hópunum

.