Skákkennsla í Þjórsárskóla

Skákkennsla í Þjórsárskóla

1

Mánudaginn 5. október kom Stefán Bergsson verkefnisstjóri þróunarverkefnis í skák til okkar og hóf kennslu í skák.  Allir nemendur í 1.-4. bekk fengu kennslu í skák fyrir hádegi. Stefán fór yfir heiti taflmanna, mannganginn og skákborðið sjálft.  Eftir það tefldu nemendur peðaskák.  Peðaskák er góð æfing fyrir nemendur.  Peðunum er stillt upp á aðra og sjöundu reitarröð eins og í hefðbundinni skák.  Svo áttu nemendur að reyna að koma peðunum sínum upp í borðið hjá andstæðingnum sínum eða ná að drepa öll peðin.  Nemendur tefldu einnig með hrók á móti 5 peðum. Hafdís mun síðan halda áfram að kenna skák einu sinni í viku.  Nemendur voru mjög áhugasamir og hrósaði Stefán þeim fyrir hversu vel þeir voru að sér í skák.  Aðstaða okkar í skólanum er góð.  Við eigum nóg af góðum taflborðum og klukkum.  Við munum nýta okkur hluta af peningastyrk sem við fengum til að kaupa sýningartaflborð. 

Hafðu samband við okkur

Þjórsárskóli Árnesi, 804 Selfoss
Sími: 486-6000
Kennitala: 540602-4410
Netfang: Skolastjori@thjorsarsarskoli.is

    [recaptcha]