Umhverfisþing

Umhverfisþing

Föstudaginn 9 október var haldin umhverfisþing á Grand Hotel í Reykjavík. Okkur í Þjórsárskóla var boðið að koma með tvo nemendur til að kynna vistheimtverkefni skólans.Það voru Kristín Huld Stefánsdóttir og Haukur Arnarsson sem héldu á þingið ásamt umsjónarkennara sínum. Hvolsskóli og Grunnskólinn á Hellu voru einnig með kynningu á samsvarandi verkefni en þeir skólar eru einnig Grænfánaskólar. Eftir kynninguna hittu nemendurnir umhverfisráðherrann okkar hana Sigrúnu Magnúsdóttur. Þeim var hrósað mikið fyrir hversu vel þau hefðu flutt kynninguna og einnig fyrir prúða framkomu. Erum við í skólanum mjög stolt af þeim. Hér er linkur á kynningu þeirra: http://streymi.nyherji.is/Mediasite/Play/918ebf2e875d468c87a1c7a872b718c11d

Nemendur í 5.6. og 7. bekk hafa nú lagt út tilraunareiti í tvö ár í röð þar sem mismunandi landgræðslu- eða vistheimtaraðgerðir eru prófaðar.
Bandaríska sendiráðið styrkir verkefnið sem felur í sér fræðslu og þekkingarsköpun meðal nemenda, kennaraog nærsamfélags skólanna, þar sem áhersla er lögð á þátttöku nemenda í rannsóknum og vistheimtaraðgerðum (endurheimt lands) auk þess sem það eflir getu Grænfánaskóla til að takast á við flóknari umhverfismál. Verkefnið er hið eina sinnar tegundar á þessu skólastigi sem vitað er um í heiminum, en það er unnið í samstarfi við Landgræðslu ríkisins og grunnskólana á Hellu, Hvolsvelli og Þjórsárskóla.