Fréttir af 3.-4.bekk

Verkefni unnin úr „drasli“ Eitt af markmiðum Grænfánans er að auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum og þar með talið að minnka úrgang. Í 3. og 4. bekk hafa nemendur fengið verkefni þar sem nýttar eru ýmiss konar umbúðir sem kalla má drasl og oftast hafna í ruslinu. Ýmiss konar...

Endurskinsvesti

  Í vikunni var skólanum færð endurskinsvesti að gjöf frá Landsstólpa. Þau eiga eftir að koma sér vel í útikennslu, skógarferðum og annari útiveru í skólanum. Erum við Beggu og Adda ákaflega þakklát fyrir þessa flottu gjöf og þá er líka skemmtilegt að hafa vestin merkt Þjórsárskóla.       

Skíðaferð 2015

Fimmtudaginn 12. febrúar fórum við í skíðaferð í Bláfjöll með alla nemendur í 1.-7.bekk. Bestu aðstæður voru á svæðinu, frost og stillt veður. Allir fóru á skíði og þeir sem þurftu fengu kennslu og aðstoð.  Gleði, þrautsegja og úthald var gott og nemendur stórir og smáir, skíðuðu allan tímann og...

Grýla og jólasveinarnir

Á mánudaginn var nemendur í 1.- 2. bekk boðið á leiksýninguna: „Grýla og jólasveinarnir“ í leikskólanum. Þórdís Arnljótsdóttir, leikkona, töfraði fram ýmislegt upp úr einni ferðatösku,  t.d. grýlu og gömlu jólasveinana 13. Hún sýndi okkur hvernig þau litu út, hvernig þau klæddu sig og hvernig þau höguðu sér . Hún...

Frábær kokkur í skólanum okkar

Við í Þjórsárskóla erum ofsalega ánægð með matinn sem við fáum í hádeginu. Maturinn er eldaður á staðnum af Kolbrúnu Kristínu Daníelsdóttur, eða Stínu eins og við köllum hana öll. Hann er handgerður frá grunni og er áherslan á það að hafa bæði hollan og góðan mat. Öll hráefnin koma...

Skógarferð

    Fimmtudaginn 25. október fórum við inn í skóginn okkar í stöðvavinnu. Stöðvarnar voru fjölbreyttar: stærðfræðistöð, íslenskustöð, heimilisfræðistöð og listgreinastöð.  Nemendur voru flestir vel klæddir og höfðu gaman af þessari tilbreytingu í skólastarfinu.

Jólaferð í Þjórsárdal 7. desember

Mikil gleði og gaman er hjá okkur í skólanum. Í síðustu viku fórum í árlegu jólaferðina okkar inn í Þjórsárdal. Ferðin gekk ljómandi vel þrátt fyrir brunagadd og nokkrar kaldar tásur. Við unnum í hópum: bjuggum til myndverk í náttúrunni, fórum í jólasveinaleik og gengur kringum jólatréð með Askasleikir sem...

Skólabyrjun

  Nú styttist í skólabyrjun og hér kemur innkaupalistinn. Innnkaupalisti fyrir 1. – 2. Bekk. 2. stk A4 stílabækur (ekki gorma) Stóra Sögubókin mín. 1. stk fyrir 2. bekk og 2. stk fyrir 1. bekk 2 teygjumöppur 1 harðspjaldamappa Í pennaveskinu þarf að vera allan veturinn: 2 blýantar, gott strokleður,...