Mikil gleði og gaman er hjá okkur í skólanum. Í síðustu viku fórum í árlegu jólaferðina okkar inn í Þjórsárdal. Ferðin gekk ljómandi vel þrátt fyrir brunagadd og nokkrar kaldar tásur. Við unnum í hópum: bjuggum til myndverk í náttúrunni, fórum í jólasveinaleik og gengur kringum jólatréð með Askasleikir sem rakst á okkur í skóginum.
Allir fengu síðan kakó og lummur og eftir að hafa fengið okkur að borða þá fóru sumir að finna jólatré og aðrir að safna föndurefni til þess að taka með okkur upp í skóla.
Eftir hádegi kom Erla frá Grænna landi á Flúðum til okkar og kenndi okkur að nýta efnivið úr náttúrunni í jólaskreytingar. Mjög skemmtilegur og vel heppnaður dagur.