Skólabyrjun

Í síðustu viku var Þjórsárskóli settur. Skólastarfið fer vel af stað og veðrið hefur leikið við okkur. Við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með heimasíðunni okkar og í lok hverrar viku setjum við inn fréttir og helstu viðburði sem eru á döfunni.

Skólaslit

Fimmtudaginn 1. júní er skólaslit í Þjórárskóla kl 11:00 - 12:00 í Árnesi

Litla upplestrarkeppnin

Litla upplestrarhátíðin var haldin 15. maí hér í Þjórsárskóla  og voru það nemendur í 3. og 4. bekk sem stigu á pall og lásu, sungu og spiluðu á hljóðfæri fyrir nemendur  og gesti. Undirbúningur fyrir keppnina hefur staðið í nokkrar vikur og voru nemendur að sýna árangur erfiðis síðustu vikna. Nemendur stóðu sig með prýði og fengu fyrir það gott lófaklapp í lokinn.  

Ferð nemenda í 6. og 7.bekk á Reyki

Nemendur í 6. og 7. bekk voru á Reykjum 2.-5. maí í frábæru veðri allan tímann. 7. bekkur í Rimaskóla var á sama tíma og unnu nemendur í blönduðum hópum fjölbreytt verkefni.  Ferðin gekk í alla staði mjög vel og nemendur okkar hér í Þjórsárskóla voru okkur og sjálfum sér...

Vikan framundan

Mánudagur 15. maí - Litla upplestrarkeppnin. Nemendur í 3.-4. bekk með dagskránna. Þriðjudagur 16.maí - Sundmót eldri nemenda skólans. Miðvikudagur 17.maí - Bekkjarmyndataka í 1., 5. og 7.bekk Fimmtudagur 18. maí - Uppstigningardagur - Frídagur

Vikan framundan

Þriðjudagur 9/5 - Brautarholtssund Fimmtudagur 11/5 - Skólahópur Leikholts í skólanum allan daginn    

Vikan framundan

Mánudagur - Frídagur Þriðjudagur - 6. og 7. bekkur fer á Reyki Miðvikudagur - Hjálmafræðsla hjá 1.-2.bekk Fimmtudagur - Skólahópur Leikholts hér  

Stóra upplestrarkeppnin

Fimmtudaginn 27.apríl var Stóra upplestrarkeppnin, sem að þessu sinni var haldin í Árnesi. Keppendur voru 9 talsins frá þremur grunnskólum. Okkar nemendur í Þjórsárskóla stóðu sig frábærlega vel og hnepptu öll verðlaunasætin. Eftir spennandi og jafna keppni varð Bergur Tjörvi í fyrsta sæti, Ásdís María í öðru og Snorri í...