Miðstig – Smiðjur

Miðstig - Smiðjur

Þá er fyrsta smiðju skólaársins lokið, en hún var haldin fimmtudaginn 14.september í Kerhólsskóla á Borg. Er þetta í fyrsta skiptið sem við tökum þátt og gátum við ekki séð annað en að krakkarnir höfðu gaman af.

Fjórar stöðvar voru í boði að þessu sinni og var krökkunum okkar skipt niður þannig að alltaf voru einhverjir saman sem þekktust (úr sama skóla).

Þetta er stöðvarnar sem voru í boði:

  • Grillað á eldstæði
  • Leikurinn Fangaðu flaggið
  • Tarzanleikur í íþróttahúsinu
  • Fótbolti og ærslabelgur

Næsti smiðjudagur verður haldin á Flúðum í október n.k. og munum við auglýsa það betur síðar.