Sumarlestur

Sumarlestur

Í sumar var tólfta árið í röð sem verkefnið „Sumarlestur“ var í gangi í Þjórsárskóla en meirihluti nemenda í skólanum tóku þátt, sem er frábært. Markmiðið með verkefninu er að auka lestraráhuga, hvetja nemendur til þess að vera duglega að lesa á sumrin og þar með viðhalda þeim framförum sem þau hafa náð yfir veturinn.  Að hausti er síðan veitt viðurkenning fyrir þátttöku í verkefninu og þetta árið fengu börnin verðlaunapening, buff frá mjólkursamsölunni, Andrés blað og bíómiða.