Á dögunum komu nemendur úr 7. bekk inn til nemenda í 1.- 2. bekk sem aðstoðarkennarar. Þeir voru paraðir saman og byrjuðu á því að lesa og skrifa orð og unnu síðan saman að fleiri verkefnum. Flottir krakkar og góðar fyrirmyndir fyrir þau yngri.
Þjórsárskóli fær ART vottun
Miðvikudaginn 17. desember fengum við góða gesti úr ART teymi Suðurlands til okkar í heimsókn. Kolbrún, Sigríður og Bjarni veittu skólanum ART vottun. Nú eru allir umsjónarkennarar búnir að fara á réttinda námskeið, ART tímar eru fastir á stundatöflum nemenda, starfsfólk skólans hefur fengið kynningu, og ART er sýnilegt í...
Jólaferð í skóginn
Þriðjudaginn 9. desember fórum við í jólaferðina okkar inn í skóg. Þegar við komum inn að skýlinu okkar, fundum við þar sofandi jólasvein sem hraut ansi hátt. Hann var hinn glaðasti með að hitta okkur og við sungum með honum og dönsuðum í kringum jólatré. Þá fórum við í...
Grænfáninn og skógarsamningur í Þjórsárskóla
Í dag héldum við hátíð í skólanum. Við tókum á móti Grænfánanum og skrifað var undir áframhaldandi samning við Skógrækt ríkisins til næstu þriggja ára. Nemendur skólans byrjuðu á því að syngja saman Kvæðið um fuglana og umhverfisnefnd Þjórsárskóla sagði frá Grænfánaverkefninu í máli og myndum og Bolette sagði...
Dagur íslenskrar tungu
17. nóvember héldum við upp á dag íslenskrar tungu. Nemendur og starfsmenn komu saman og hlýddu á flutning nemenda á ljóðum eftir skáld sem áttu heima í sýslunni. Allmargir gestir komu. Hátíðin tókst vel og stóðu nemendur sig með sóma.
Dagur gegn einelti
6.-7. nóvember tókum við þátt í „degi gegn einelti“. Fyrst var haldinn bekkjarfundur með hverjum hóp þar sem notaðar voru klípusögur og myndlíkingar til þess að rifja upp eineltishringinn og skilgreiningar á einelti. Þá var farið í að vinna úr niðurstöðum kosninga á einkennisorðum fyrir skólann. Orðin voru valin af...
Jól í skókassa 2014
Árlega tökum við þátt í verkefninu „ Jól í skókassa" sem við tengjum við nám í sjálfbærni. Allir nemendur útbúa einn kassa og eru áhugasamir og leggja sig fram við að safna í kassana, pakka þeim inn og gera þá fína. Nemendur í 1.-2.bekk fengu aðstoð frá nemendum í 5.-6....
Skáld í skólum
Miðvikudaginn 29. október fórum við í Flúðaskóla til þess að sjá bókmenntakynninguna - Skáld í skólum sem er á vegum Höfundamiðstöðvar Rithöfundasambands Íslands. Með lifandi sýnidæmum spjölluðu Vilhelm Anton og Kristín Svava við nemendur um það hvernig við getum leikið okkur með tungumálið og heiminn í kringum okkur. Þetta féll...
Grænn dagur
Á morgun föstudaginn 31. okt. er grænn dagur í skólanum og allir eiga að klæðast einhverju grænu. Gerður Magnúsdóttir kemur frá Landvernd og tekur okkur út. Við vonumst svo til að fá Grænfánann í sjötta sinn í kjölfarið.
Lestur
Þjórsárskóli tekur þátt í landsleik í lestri. Við höfum skráð öll börn skólans sem og starfsmenn til leiks. Landsleikurinn gengur út á það að lesa daglega. Það eru ekki skráðar bls. sem við lesum heldur verður tíminn sem fer í það að lesa skráður. Við skráum hvaða bækur börnin eru...