Í gær var skákdagurinn haldinn um land allt. Dagurinn er tileinkaður Friðriki Ólafssyni , fyrsta stórmeistara Íslendinga í skák. Þjórsárskóli tók þátt í þessum viðburði og héldum við skákmót hér í skólanum. Nemendum skólans var skipt í tvo hópa, eldri og yngri. Teflt var á 8 borðum í eldri deild...
Foreldrasamtöl
Foreldraviðtöl verða fimmtudaginn 21. janúar, enginn kennsla.
Kennsla fellur niður
Kennsla fellur niður eftir hádegi mánudaginn 7. des vegna veðurs. Nemendur fá hádegismat í skólanum og verða svo keyrðir heim kl 12:00.
Umhverfisþing
Föstudaginn 9 október var haldin umhverfisþing á Grand Hotel í Reykjavík. Okkur í Þjórsárskóla var boðið að koma með tvo nemendur til að kynna vistheimtverkefni skólans.Það voru Kristín Huld Stefánsdóttir og Haukur Arnarsson sem héldu á þingið ásamt umsjónarkennara sínum. Hvolsskóli og Grunnskólinn á Hellu voru einnig með kynningu á...
Kósý mottan
3. og 4. bekkur í Þjórsárskóla fékk gefins mottu í kósý hornið frá IKEA nú á dögunum. Bekkurinn er mjög glaður og þakklátur fyrir þessa fallegu gjöf! Mottan á eftir að nýtast vel í leik, námi og starfi enda skiptir notalegt og hlýlegt námsumhverfi miklu máli í upplifun barna og...
Skákkennsla í Þjórsárskóla
Mánudaginn 5. október kom Stefán Bergsson verkefnisstjóri þróunarverkefnis í skák til okkar og hóf kennslu í skák. Allir nemendur í 1.-4. bekk fengu kennslu í skák fyrir hádegi. Stefán fór yfir heiti taflmanna, mannganginn og skákborðið sjálft. Eftir það tefldu nemendur peðaskák. Peðaskák er góð æfing fyrir nemendur. Peðunum er...
Dagur íslenskrar náttúru
Dagur íslenskrar náttúru 16. september var nýttur til útiveru og landgræðslu hjá okkur í Þjórsárskóla. Allir nemendur skólans fóru í hjólaferðir. 1. og 2. bekkur hjólaði um nánasta umhverfi skólans. 3. og 4 bekkur hjólaði að Skaftholtsfjalli og hitti þar nemendur í 1. og 2 bekk sem voru keyrðir þangað....
Útilega
Í fyrstu vikunni á skólanum förum við árlega í útilegu inn í Þjórsársdal. Lagt var af stað á fimmtudegi og byrjað var á því að vinna á fjölbreyttum stöðvum. Þar vorum við að grisja, vinna með íslensk orð, tálga, skoða skordýr og plöntur og undirbúa aðstöðuna okkar. Seinnipartinn voru síðan...
Skólasetning 21. ágúst
Skólinn verður settur föstudaginn 21. ágúst kl 14:00. Eftir skólasetningu fá nemendur stundaskrár.
Innkaupalisti 2015-2016
Innkaupalisti 1.-2. bekkur 1 rauð A5 stílabók 1 blá A5 stílabók 1 græn A5 stílabók 1 blá A4 stílabók Sögubókin mín Teygjumappa (skilaboðaskjóða) Þrístrendir breiðir trélitir (mikilvægt að hafa þessa týpu til að aðstoða börn við rétt grip) 2 breiðir þrístrendir blýantar (1 í pennaveski og 1 til að geyma...