Dagur íslenskrar náttúru 16. september var nýttur til útiveru og landgræðslu hjá okkur í Þjórsárskóla. Allir nemendur skólans fóru í hjólaferðir. 1. og 2. bekkur hjólaði um nánasta umhverfi skólans. 3. og 4 bekkur hjólaði að Skaftholtsfjalli og hitti þar nemendur í 1. og 2 bekk sem voru keyrðir þangað....
Útilega
Í fyrstu vikunni á skólanum förum við árlega í útilegu inn í Þjórsársdal. Lagt var af stað á fimmtudegi og byrjað var á því að vinna á fjölbreyttum stöðvum. Þar vorum við að grisja, vinna með íslensk orð, tálga, skoða skordýr og plöntur og undirbúa aðstöðuna okkar. Seinnipartinn voru síðan...
Skólasetning 21. ágúst
Skólinn verður settur föstudaginn 21. ágúst kl 14:00. Eftir skólasetningu fá nemendur stundaskrár.
Innkaupalisti 2015-2016
Innkaupalisti 1.-2. bekkur 1 rauð A5 stílabók 1 blá A5 stílabók 1 græn A5 stílabók 1 blá A4 stílabók Sögubókin mín Teygjumappa (skilaboðaskjóða) Þrístrendir breiðir trélitir (mikilvægt að hafa þessa týpu til að aðstoða börn við rétt grip) 2 breiðir þrístrendir blýantar (1 í pennaveski og 1 til að geyma...
Mystery skype – Leyndardómshittingur
Í ensku í 7. bekk höfum við farið núna þrisvar í Mystery skype. Mystery skype felst í því að tveir kennarar mæla sér mót með bekkina sína. Leyndardómshlutinn felst í því að nemendurnir vita ekki hvar í heiminum hinn bekkurinn er og felst hittingurinn í því að finna út í...
Fögnum fjölbreytileikanum – Blár dagur
Blár apríl er árlegt vitundarátak Styrktarfélags barna með einhverfu. Blár er alþjóðlegur litur einhverfu. Rétt eins og blæbrigði litarins eru birtingarmyndir einhverfu óteljandi því hver einstaklingur hefur sinn stað á rófinu með öllum þeim áskorunum sem fylgja einhverfu. Við í Þjórsárskóla tókum þátt í átakinu og allir mættu í einhverju...
Árshátíð 2015
Föstudaginn 13. mars var árshátíð nemenda skólans haldin í Árnesi. Vikuna fyrir árshátíðina unnu nemendur og starfsmenn baki brotnu við gerð búninga, leikmynda og að skreytingum fyrir salinn, á milli þess sem þeir æfðu söng og leik. Dagskráin byggði á samtölum Jónasar Árnasonar við krakka fyrir 60 árum. Höfundur og...
Vond veðurspá
Vegna slæmrar vindaspár verður ekki skóli í Þjórsárskóla á morgun, miðvikudaginn 25. febrúar 2015.
Öskudagurinn
Á öskudaginn mættu nemendur og starfsfólk í búningum í skólann. Fram til kl.10 voru nemendur í heimastofunum sínum þar sem teknar voru myndir, spjallað og sprellað. Þá var farið á öskudagsball í Árnes þar sem Jón Bjarnason lék fyrir dansi og kötturinn var sleginn úr tunnunum. Foreldrafélagið bauð...
Útikennsla
Frá því í haust hafa krakkarnir í 7. bekk verið í verkefni með Lilju, sem við köllum „Kálfá“. Þá förum við einu sinni í mánuði, göngum sömu vegalengdina frá Nónsteini og að gömlu Kálfárbrúnni, þau taka minnispunkta hvað þau sjá á leiðinni og teknar eru myndir. Þeim er síðan skipt...