Skákfréttir

Skákfréttir

Í gær var skákdagurinn haldinn um land allt. Dagurinn er tileinkaður Friðriki Ólafssyni , fyrsta stórmeistara Íslendinga  í skák. Þjórsárskóli tók þátt í þessum viðburði og héldum við skákmót hér í skólanum.  Nemendum skólans var skipt í tvo hópa, eldri og yngri.  Teflt var á 8 borðum í eldri deild og 12 borðum í yngri deild.  Mikil spenna myndaðist þegar að síðustu einvígin voru háð.  Í eldri deild vann Þrándur Ingvarsson og í yngri deild vann Magnús Arngrímur Sigurðsson.  Óskum við þeim til hamingju með skákmeistaratitlana.