Öskudagurinn 2016

Öskudagurinn 2016

  

Á öskudaginn mættu nemendur og starfsfólk klætt skrautlegum búningum í skólann. Kl. 10 byrjaði síðan ball í Árnesi undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Það var mikið fjör og allir tóku þátt í skemmtilegum leikjum og dansi.  Þá var kötturinn sleginn úr tunnunni, en nemendur höfðu sjálfir tekið þátt í að útbúa og skreyta tunnurnar.  

Foreldrafélagið sá síðan til þess að allir fengu sælgæti og ávaxtasafa. Þetta var litríkur og skemmtilegur dagur og fjölmargar myndir eru komnar á heimasíðu skólans frá deginum.