Öskudagur - Stuttur skóladagur. Nemendur fara heim um hádegi. Öskudagsskemmtun í Árnesi 10.30. Vetrarfrí og starfsdagur 22. - 24. febrúar. Nemendur mæta aftur fimmtudaginn 25. febrúar.
Skólaheimsóknir
Yfir skólaárið kemur skólahópur leikskólans í reglulegar heimsóknir til 1.-2. bekkjar með kennaranum sínum. Unnið er með þema í þessum heimsóknum þar sem fléttuð er saman kennsla í mörgum námsgreinum. Lítið var um heimsóknir fyrir áramót vegna Covid en nú erum við farin af stað aftur. Við erum að ljúka...
Kynning frá Tónlistarskóla Árnesinga í 1. og 2. bekk
Við fengum skemmtilega heimsókn í janúar. Það voru þeir Vignir Ólafsson og Stefán Þórhallsson, kennarar tónlistarskólans sem komu til okkar með gítara og trommur, sögðu frá hljóðfærunum og spiluðu nokkur lög. Fróðleg, lífleg og skemmtileg heimsókn.
Vikan framundan
Við minnum á fræðsluerindið um örugga tölvunotkun barna og unglinga, sem skólinn býður upp á, þriðjudaginn 26. janúar kl. 19.30. Aðgangsupplýsingar eru að finna í tölvupósti.
Náttúrufræði 1. – 4. bekkur
Á miðvikudögum vinnum við í blönduðum hópum í 1.-4.bekk. Áherslan hjá okkur hefur verið á umhverfið, sjálfbærni og vistheimt. Við byrjum yfirleitt á göngutúr þar sem við erum að skoða okkur um, plöntur, tré, fugla, veðrið, áttir og margt fleira. Við söfnuðum plöntum og laufum í haust sem við erum...
Samvinnuverkefni
Oft er líf og fjör á skólalóðinni. Margir skemmtilegir leikir í gangi. Einn af þeim leikjum sem þykja skemmtilegir á haustin er smalaleikur. Því þótti Lilju smíðakennara og Elínu útinámskennara tilvalið að búa til hest með nemendum úr efniviði úr skóginum. Eins og sést á myndinni er klárinn fangreistur og...
Vikan framundan
Miðvikudagur 20. janúar - Tónlistarskóli Árnessýslu kemur með kynningu fyrir 1. og 2. bekk. Fimmtudagur 21. janúar - Skólahópur Leikholts hjá okkur. Muna að hafa börnin klædd eftir veðri þar sem við erum mikið úti.
Foreldradagur á fimmtudaginn
Fimmtudaginn 14. janúar verða foreldraviðtöl í Þjórsárskóla, annað hvort í síma eða á netinu. Foreldrar skrá sig í mentor eða hafa samband við umsjónarkennara. Nemendur mæta ekki í skólann þennan dag.
Vikan framundan
Skólinn hófst með eðlilegum hætti 5. janúar. Nú mega yngri og eldri nemendur hittast í frímínútum og matartímum. Áfram verðum mikil áhersla á handþvott og þrif í skólanum og takmarkaður aðgangur utanaðkomandi aðila inn í skólann. Þriðjudagur 5. febrúar - Brautarholtssund Þá minnum við á foreldradaginn 14. janúar en líklegt...
Spil frá foreldrafélaginu
Foreldrafélagið færði skólanum á dögunum spil að gjöf. Spilin heita Manga Party og Speech og eiga eftir að koma sér vel bæði í leik og starfi. Viljum við þakka foreldrafélaginu fyrir góða gjöf.