Skólabúðir í Reykjaskóla

Skólabúðir í Reykjaskóla

Dagana 22.-25. mars fór 6. og 7. bekkur í skólabúðir í Reykjaskóla í Hrútafirði. Í skólabúðunum fylgja nemendur stundatöflu eins og í hefðbundum skóla en verkefnin eru með öðru sniði og var lagt áherslu á félagsleg tengsl, fjármál og fjöruna. Að vera í jákvæða liðinu og að velja jákvæðu leiðina var haft að leiðarljósi þessa daga og kynntust krakkarnir nemendum úr öðrum skólum frá hverjum landshluta. Eftir skipulagða kennslu fengu þau frjálsan tíma þar sem alls konar afþreying var í boði. Allir fóru brosandi heim og þreyttir eftir lærdómsríka og skemmtilega ferð.