Árshátíðin okkar

Árshátíðin okkar

Föstudaginn 19. mars var árshátíðin okkar í Þjórsárskóla. Í ár var unnið með þemað ævintýri, bæði eftir H.C. Andersen og eftir Höllu Guðmundsdóttir, sem skrifaði einnig handritin og leikstýrði nemendum. Árshátíðin er skemmtilegt uppbrot á skólastarfi þar sem allir leggja sitt að mörkum og vinna saman. Nemendur tóku virkan þátt í undirbúningi fyrir árshátíðina. Unnið var á stöðvum við að útbúa leikmynd, leikmuni, veggmyndir, búninga og við að æfa söngtexta og leikrit.

Nemendur sýndu tvær sýningar og við erum stolt af þessum duglegu og hæfileikaríku nemendum.

  

  

 

Hafðu samband við okkur

Þjórsárskóli Árnesi, 804 Selfoss
Sími: 486-6000
Kennitala: 540602-4410
Netfang: Skolastjori@thjorsarsarskoli.is

    [recaptcha]