Gjöf til skólans

Lionsklúbburinn Dynkur færði Þjórsárskóla á dögunum styrk að upphæð 250.000. Við erum afskaplega þakklát fyrir þetta framlag sem verður nýtt í þágu nemenda.

Litla upplestrarkeppnin

3.-4. bekkur hefur undanfarnar vikur verið að undirbúa sig fyrir Litlu upplestrarkeppnina sem fór síðan fram í skólanum 4. maí. Börnin buðu skólasystkinum sínum á afraksturinn, en þetta er góð æfing og undirbúningur fyrir upplestrarkeppnina í 7.bekk.

Árshátíðin okkar

Föstudaginn 29. apríl var árshátíðin okkar í Þjórsárskóla. Í ár var unnið með Indverskar þjóðsögur og ævintýri Kiplings. Halla Guðmundsdóttir skrifaði leikritið og leikstýrði. Nemendur tóku virkan þátt í undirbúningi fyrir árshátíðina. Unnið var á stöðvum við að útbúa leikmynd, leikmuni, veggmyndir og búninga. Þá voru söngtextar og leikrit einnig...

Stóra upplestrarkeppnin

Við áttum góða ferð á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar. Arnór Ingi, Valgeir Örn og Jóhann Ívar tóku þátt fyrir hönd skólans og stóðu sig mjög vel. Gestirnir okkar sem fylgdu þeim voru sömuleiðis til fyrirmyndar.          

Gleðilega páska

Í dag var síðasti dagurinn fyrir páskafrí. Þá fórum við í páskaeggjaleit á skólalóðinni í dásamlegu veðri. Gleðilega páska. Sjáumst hress og kát þriðjudaginn 19.apríl.

Árshátíðarundirbúningur

Árshátíðarvinnan var með hefðbundnum hætti og voru nemendur að vinna á stöðvum að undirbúa búninga, leikmuni, leikmynd og fleira. Nú er komin ný dagsetning fyrir árshátíðina  okkar. Hún verður föstudaginn 29.apríl. General prufa verður fyrir hádegi og síðan verður sýning fyrir foreldra og gesti kl. 14. Hér má sjá nokkrar...

Vikan framundan

5. apríl – Brautarholtssund og fatasund hjá miðstigi. 6.apríl – Miðstig boðið á árshátíðarleikrit nemenda á Flúðum. 7.apríl – Upplestrarkeppni innan skóla hjá 7.bekk. 8.apríl – Páskaeggjaleit á skólalóðinni. Páskafrí 11. – 18. apríl. Kennsla samkvæmt stundaskrá 19. apríl.

Öskudagurinn

Á öskudaginn var haldin skemmtun í Árnesi þar sem var mikið fjör, dansað, kötturinn sleginn úr tunnunni og í lokin fengu allir glaðning frá foreldrafélaginu. Nemendur í 4. og 7. bekk bjuggu til tunnurnar og 7. bekkur stýrði einnig leikjum og tónlist á ballinu.

Vikan framundan

Mánudagur 7. mars - Guðný María náms- og starfsráðgjafi er í skólanum. Föstudagur 11.mars - Undirbúningsvinna fyrir árshátíðina hefst. Öll næsta vika fer í undirbúning fyrir árshátíðina. Þá er unnið á stöðvum að undirbúningi; leiklist, söngur, sviðsmynd, leikmunir og salur.

Tónlistarskólinn í heimsókn

Í dag kom tónlistarskólinn í heimsókn í 1.-2.bekk og kynntu fyrir nemendum strengjahljóðfæri. Guðrún Renata spilaði síðan lag fyrir okkur á fiðlu og bróðir hennar Gunnlaugur spilaði lag á selló. Krakkarnir voru áhugasöm og flottir áhorfendur.