Öskudagur í skólanum

Öskudagur var öðruvísi dagur í skólanum. Nemendur og starfsfólk mættu í grímubúningum og svo byrjuðu allir daginn á því að hittast með umsjónarkennara og spjalla um grímubúningana og persónur þeirra. Svo var haldið í sal skólans þar sem kór Þjórsárskóla söng fimm lög. Dagskráin þeirra var fjölbreytt með íslenskum lögum,...

Skauta- og listaferð

Í dag fórum við öll í Egilshöll á skauta og svo á Listasafn Árnesinga að skoða íslenska myndlist. Dagurinn var skemmtilegur og krakkarnir stóðu sig vel. Allir fóru á skauta og voru farnir að standa sjálfir og renna sér. Hópur var mestan tíma í íshokkí á meðan aðrir æfðu sig hinum...

Þorraveisla

Í dag var þorraveisla í skólanum. Allir kennsluhópar komu með einn dagskrárlið í veisluna. Veislan hófst á söng sem 1.-3. bekkur sá um. Sunginn var Þorraþrællinn. Næst var 4. bekkur sem sagði frá gamla tímatalinu og hengdi það upp í matsal svo allir gætu skoðað. Þá komu 5.-6. bekkur og...

Jazzkvartett Reykjavíkur í heimsókn

Á þriðjudag fengum við Jazzkvartett Reykjavíkur í heimsókn. Þetta voru tónleikar á vegum verkefnisins ,,Tónlist fyrir alla". Þeir félagarnir voru með eina kennslustund til afnota fyrir allan nemendahópinn. Óhætt er að segja að þeim hafi tekist vel upp með að halda athygli nemenda sem tóku virkan þátt í tónlistarflutningnum og...

Dótadagur og blár dagur

Undanfarnar 3 vikur hefur verið lestrarátak í gangi hjá 1.-3.bekk. Í upphafi hvers dags hafa nemendur lesið í hljóði í 15 mínútur. Afraksturinn sést á lestrarormi sem hlykkjast um stofuna og er orðinn mjög langur. Í tilefni af þessum dugnaði nemenda var ákveðið að hafa dótadag föstudaginn 29. janúar. Þann...

Áhrif foreldra

Það hefur oft verið kynnt að áhrif foreldra séu mikil í velgengni barna. Þar er horft til margra þátta s.s. forvarnarstarfs, skólagöngu og þátttöku í skipulagðri félags- eða íþróttastarfsemi. Rannsóknir hafa sýnt að samvera foreldra og barna minnkar líkur á því að börn noti áfengi eða fíkniefni. Einnig sýna rannsóknir...

Jólavikan

Þessa síðustu viku fyrir jól hefur margt verið í gangi hjá okkur í skólanum. Á mánudag voru nemendur að útbúa og skrifa jólakort til skólafélaga sinna. Næsta dag var rauður dagur í skólanum og þá var jólaþema. Nemendum var skipt í þrjá hópa og fór á þrjár föndurstöðvar þar sem...

Vel heppnuð ferð í Þjórsárdal

Í dag fórum við í jólaferð í Þjóðskóginn í Þjórsárdal. Allir nemendur og allt starfsfólk skólans fór ásamt mörgum foreldrum og nokkrum systkinum nemenda. Farið var í leik í myrkrinu þar sem nota þurfti vasaljós til að finna stöðvar með endurskinsmerkjum. Svo var farið í samvinnu- og hlaupaleik áður en...

Niðurstöður samræmdra prófa 2009.

Við í Þjórsárskóla erum nokkuð ánægð með árangur nemenda okkar á samræmdum könnunarprófum í haust. Fyrstu tölur sýna að skólinn er yfir landsmeðaltali í íslensku bæði í 4. og 7. bekk og einnig er 7. bekkur yfir landsmeðaltali í stærðfræði. Þar er 4. bekkur þó undir landsmeðaltali. Ekki er hægt...