Gjöf frá kvenfélögum Skeiða og Gnúpverjahrepps

Í dag var jólaboð við lok skóladagsins. Nemendur undirbjuggu veislu í heimilisfræðitímum hjá Jenný og buðu í dag upp á margar sortir af smákökum og heitt kakó með rjóma. Formenn kvenfélaganna þær Anna og Jóhanna komu færandi hendi og gáfu skólanum video upptökuvél og þrífót. Kunnum við þeim okkar bestu...

Jólaferð í Þjórsárdal 7. desember

Mikil gleði og gaman er hjá okkur í skólanum. Í síðustu viku fórum í árlegu jólaferðina okkar inn í Þjórsárdal. Ferðin gekk ljómandi vel þrátt fyrir brunagadd og nokkrar kaldar tásur. Við unnum í hópum: bjuggum til myndverk í náttúrunni, fórum í jólasveinaleik og gengur kringum jólatréð með Askasleikir sem...

Frétt af 3.-4.bekk

Fyrstu vikur skólaársins gerðum við margt í sambandi við haustið í náttúrufræði.  Rétt eftir að skólinn byrjaði fórum við út og söfnuðum jurtum til að pressa.Við settum þær í dagblöð og síðan þungar bækur yfir.   Við bjuggum til bók og límdum plönturnar okkar í hana og merktum þær. Sumar þekktum...

Aðventukvöld 27. nóvember

Fyrsti sunnudagur í aðventu var haldinn hátíðlegur á sunnudaginn. Að því tilefni lásu, sungu og léku nemendur skólans fyrir gesti í Brautarholti. Þetta kvöld var snjór og frost, sannkallað jólaveður. Það ásamt fallegum flutningi barnanna var góð byrjun á jólaföstunni og undirbúningi fyrir jólin.

Aðalfundur FÁS

  Venjuleg aðalfundarsörf. / Skýrsla formanns, gjaldkera og kosningar. Kaffiveitingar   Með bestu kveðju.

Dagur gegn einelti 8. nóvember

Allir dagar í Þjórsárskóla eiga að vera dagar án eineltis. Dagurinn í dag var tileinkaður baráttunni gegn einelti.  Í tilefni af þessum degi þá unnum við öll saman verkefni undir yfirskriftinni virðing og vinátta. Byrjað var á því að safnast saman í salinn þar sem við fengum fræðslu og leikþætti...

Tónlist fyrir alla

Í dag fengum við góða gesti í skólann á vegum Tónlist fyrir alla. Þetta voru Matthías Stefánsson á fiðlu, Vignir Þór Stefánsson á píano og Jón Rafnsson á bassa. Tilgangurinn með heimsókninni var að kynna tangó frá ýmsum löndum fyrir nemendum, bæði tónlistina og dansinn. Þetta var mjög áhugavert og...

Skógurinn og stærðfræðinám

Í dag fórum við inn í Þjórsárdal í útinám þar sem efniviður skógarins var notaður í stærðfræðiþrautir og leiki. Fyrst var farið í hópvinnu þar sem nemendur notuðu greinar og köngla til þess að búa til ýmis stærðfræðidæmi, rómverskar tölur, jákvæðar og náttúrulegar tölur og parís. Í nestistímanum fengu allir...

Landgræðsluferð

Í dag fórum við í hina árlegu landgræðsluferð í Skaftholtsfjall. Kalt var í veðri en sól og lygnt. Flestir voru þó vel klæddir. Sigþrúður Jónsdóttir tók á móti okkur með fræðslu og stýrði verkefnum dagsins. 1. og 2. bekkur fékk það verkefni að dreifa úr heyrúllu sem Landbótafélag Gnúpverja færði...