Landgræðsluferð

Landgræðsluferð

LandgræðslaÍ dag fórum við í hina árlegu landgræðsluferð í Skaftholtsfjall. Kalt var í veðri en sól og lygnt. Flestir voru þó vel klæddir. Sigþrúður Jónsdóttir tók á móti okkur með fræðslu og stýrði verkefnum dagsins. 1. og 2. bekkur fékk það verkefni að dreifa úr heyrúllu sem Landbótafélag Gnúpverja færði skólanum að gjöf. 3.-5. bekkur sáðu birkifræjum sem þau höfðu áður tínt og þurrkað. 6.-7. bekkur fór í rannsóknarvinnu og fékk það verkefni að telja og skrá víðistiklinga, skoða áhrif áburðar á tilraunasvæði sitt og skoða og meta uppgræðslusvæði. Ferðin gekk vel og nemendur voru áhugasamir og duglegir.