Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember

Dagur íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Þjórsárskóla miðvikudaginn 16. nóvember. Dagurinn er helgaður minningu Jónasar Hallgrímssonar listaskálds. Foreldrum var boðið í heimsókn til okkar þennan dag á dagskrá sem allir nemendur skólans tóku þátt í. Dagskráin einkenndist af söng, leikritum og ljóðalestri. Myndir frá deginum hafa verið birtar í myndasafni skólans.