Innkaupalisti fyrir næsta skólaár

Skólaárið 2010-2011.Innkaupalisti fyrir 1.-2. bekk.2 x A4 stílabækur, sögubókin mín, Teygjumappa fyrir heimanám, Plast/teygjumappa fyrir ensku. Í pennaveskinu þarf að vera allan veturinn: 2 blýantar, gott strokleður, yddari, trélitir, límstifti og reglustika. Munið að merkja allt.   Innkaupalisti fyrir 3.-4. bekk.2 x A4 stílabækur (ekki gorma), 2 x litlar stílabækur (ekki...

Síðasti skóladagur

Fimmtudagurinn 27. maí var síðasti skóladagur nemenda í skólanum. Þá var skipulögð stöðvavinna með leik og fjöri sem endaði með allsherjar vatnsslag. Að loknum leik grilluðu nemendur í 6. bekk pylsur fyrir samnemendur og starfsmenn og allir borðuðu úti. Að lokum gáfu Bergleif og Jóhanna öllum ís með þakklæti fyrir...

Vor í skóginum

Í dag var síðasti dagur í skóginum á þessu skólaári. Nú er komið nýtt skýli sem er stærra og skapar enn betri aðstöðu fyrir okkur á næsta skólaári. Nemendur og starfsmenn hlupu skógar-skólahlaup,skólans, samtals 144 km,  í tilefni vorsins, lærðu stærðfræði og sulluðu í ánni. Það var hlýtt veður þó sólin skini ekki. Nemendur...

Sundkeppni

Mánudaginn 17. maí fór sundkeppni skólans fram í Brautarholti. Það voru 5.-7. bekkur sem kepptu. Andrea Ýr vann stúlkurnar, Dýrfinna varð í öðru sæti og Sesselja í því þriðja. Gylfi Dagur fór með sigur í strákaflokki, þá varð Arnþór Ósmann annar og Arnþór Ingvar í því þriðja. Leikskólakrakkar komu og...

Skólabúðir að Reykjum

Nemendur í 6.-7. bekk hafa lokið fimm daga dvöl að Reykjum í Hrútafirði. Krakkarnir stóðu sig mjög vel í námi og leik. Sesselja og Gerður greiddu Ágústi til sigurs í hárgreiðslukeppni,  Dýrfinna hlaut annað sæti í borðtenniskeppni og Gylfi það þriðja sætið í sömu keppni. Allur hópurinn var til fyrirmyndar í...

Bekkjarkvöld hjá 4. bekk

Á þriðjudag 4. maí héldu nemendur í 4. bekk ásamt umsjónarkennara bekkjarkvöld. Samveran var í tvær klukkustundir seinni part dags og komu nemendur með gos og sælgæti til að narta í. Dagskráin var ekki skipulögð fyrirfram en af nógu var að taka og skemmtu allir sér vel þetta síðdegi.

Flóamarkaður á laugardag

Flóamarkaður verður haldinn í Þjórsárskóla á laugardag kl. 10:30. Það eru nemendur í 5.-7. bekk sem hafa safnað hlutum og bakað kökur til að selja. Þetta er gert sem fjáröflun fyrir vorferðir hópsins. ALLIR VELKOMNIR.

Handstúkur

Eitt þeirra verkefna sem 4. bekkur hefur tekið sér fyrir hendur í vetur er að prjóna handstúkur. Nemendur hafa fengið að hanna þær alveg frá grunni. Þeir völdu stærð og liti. Þannig að útkoman var mjög ólík. Sumar voru stuttar, aðrar langar, enn aðrar þröngar o.s.frv. Algengt hefur verið að hafa...

Heimsóknir leikskólabarna í grunnskólann

Elstu nemendur leikskólans Leikholts koma í heimsókn til 1.-3.bekkjar á mánudögum í vetur. Þá erum við með stöðvavinnu í gangi. Nemendum sem eru 27, á  aldrinum 5-8 ára er skipt í sex hópa og fara þeir á milli stöðva í hringekju. Stöðvarnar eru stærðfræðistöð og  bókstafa og orðastöð þar sem...

Sýningum á Ronju lokið

Árshátíðin í ár var uppfærsla nemenda á Ronju ræningjadóttur. Sýnt var fyrir fullu húsi á föstudag kl. 20 og þá með hljómsveit sem Stefán Þorleifsson tónmenntakennari okkar setti saman með nemendum úr Tónsmiðjunni og Tónlistarskóla Árnesinga. Hljómsveitin bar nafnið bófabandið í daglegu tali og var skipuð Stefáni sjálfum sem var...