Skíðaferð

Skíðaferð

hopu a skidumFarið var í skíðaferð í Bláfjöll á mánudag. Mánudagurinn var yndislegur dagur fyrir skíða og brettanám. Það var passlega kalt, sól og nánast logn allan daginn. Snjórinn var eins og best verður á kosið. Hann var léttur og mjúkur sem var mjög gott því margir voru að stíga sín fyrstu skref á bretti eða skíði og því voru margar bylturnar. Starfsmenn svæðisins voru hjálplegir í alla staði og þolinmóðir að aðstoða byrjendur í lyfturnar. Við vorum einu gestirnir til að byrja með en það breyttist upp úr hádegi og var margmenni fram til lokunar kl. 21:00. Hjá okkur var þá kvöldmatur og mjólk og kaka í eftirmat. Þetta voru þreytt börn sem sátu að snæðingi. Eftir kvöldmat var spilað og horft á sjónvarp þangað til allir voru komnir í háttinn um kl. 23:00. Gist var í skála Breiðabliks þar sem öll aðstaða er frábær. Daginn eftir var farið út og leikið og rennt  í stuttan tíma áður en öllum búnaði var skilað, því þá var að hvessa og engar  lyftur opnar. Lagt var af stað heim um kl. 11. Margir foreldrar voru með og voru tveir nemendur á hvern fullorðinn þegar flestir voru. Það er frábær þátttaka og kunnum við ykkur foreldrum bestu þakkir fyrir. Það má skoða myndir úr ferðinni hér á heimasíðunni.