Liður í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli er að sjálfsögðu hreyfing. Starfsmenn feyktu því sannarlega af stað af fullum krafti í gær á starfsdegi skólans, bókstaflega :) og fóru í hressilegan göngutúr í villta veðrinu, en eins og heyrðist eitt sinn „það er ekki til vont veður, það er bara fólk sem...
Safnaferð hjá 5.-7.bekk
Nemendur í 5.-7. bekk fóru í skemmtilega Safnaferð mánudaginn 19. nóvember. Byrjað var á því að skoða Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi en Elinborg tók á móti okkur þar og fræddi okkur um afleiðingar jarðskjálfta og hvernig við eigum að bregðast við þeim. Síðan lá leiðinn í Hveragerði þar sem...
Dagur íslenskrar tungu
Föstudaginn 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu. Við í Þjórsárskóla héldum daginn hátíðlegan með því að taka þátt í Menningarkvöldi sem sveitafélagið okkar stóð fyrir í Árnesi. Yngri og eldri kórar skólans fluttu nokkur lög, undir stjórn Helgu Kolbeins og síðan voru atriði frá hverjum aldursstigi. Nemendur í 1.- 2....
Dagur íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu verður haldinn hátíðlegur á föstudaginn í Árnesi. Nemendur mæta kl: 19.45 í Árnes. Okkar dagskrá byrjar stundvíslega kl. 20.00 og verður í tæpa klukkustund. Eftir það er myndasýning og fleira á vegum hreppsins. Í lok samkomunnar verður boðið upp á kaffi. Foreldrar og aðrir gestir velkomnir. Ef...
Baráttudagur gegn einelti
Í dag er sérstakur dagur á Íslandi sem tileinkaður er baráttu gegn einelti. Við í Þjórsárskóla tókum þátt í deginum og við segjum STOPP við einelti. Nemendur höfðu allir fengið innlegg um Olweus og einelti og bjuggu í framhaldi af því til hendurnar sínar og skrifuðu inn í þær þeir hvað...
Heimilisfræði
Nemendur hafa verið mjög áhugasamir í Heimilisfræði, margir hafa beðið um uppskriftir. Núna er hægt að finna eitthvað af uppskriftunum, sem við höfum verið að gera í haust, hérna á heimasíðu skólans undir: Tenglasafn Heimilisfræði – uppskriftir. Fleiri uppskriftir bætast svo við fljótlega. Nemendur í 1. og 2.bekk gerðu flottar...
Nýsköpun
Tveir nemendur úr skólanum komust í úrslit í Nýsköpunarkeppni grunnskóla 2012. Það eru þær Sigríður Lára og Dísa Björk, nemendur í 7. bekk. Um helgina fóru þær í vinnusmiðju í Háskólanum í Reykjavík og kynntu síðan verkefni sitt. Við í skólanum erum stolt af stelpunum okkar.
Bleiki dagurinn
Bleiki dagurinn var haldinn hátíðlegur hjá okkur í dag í Þjórsárskóla. Með því að klæðast bleiku sýndum við samstöðu okkar í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.
Grænfáninn
Þriðjudaginn 9. október var haldin hátíð í skólanum. Þá fögnuðum við afhendingu Grænfánans í 5 sinn. Það var Sigþrúður Jónsdóttir fulltrúi landverndar sem afhendi fánann. Auk hennar tók Ástráður, fulltrúi nemenda í umhverfisnefndinni, til máls ásamt sveitastjóranum okkar, Kristófer. Við leggjum hart að okkur í skólanum að sinna umhverfinu og...
Sumarlestur
Margir nemendur tóku góðum framförum í lestri síðasta vetur. Til þess að viðhalda þessum framförum er mikilvægt að halda áfram að lesa á sumrin. Til þess að gera sumarlesturinn hvetjandi og spennandi fórum við í Þjórsárskóla af stað með verkefnið sumarlestur. Hraðapróf í lestri frá því í vor og núna...