Þriðjudaginn 27. október var hjóladagur í Þjórsárskóla. Nemendur komu með hjólin sín í skólann og farið var í hjólaferðir mislangar eftir aldri og getu nemenda. Við vorum heppin með veður, það var bjart en dálítið hvasst. Nemendur komu til baka rjóðir í kinnum en með bros á vör.
Sumarlestur
Met þátttaka var í sumar en rúmlega 90 % nemenda í 1-7. bekk tóku þátt. Fyrstu vikuna í september voru veitt verðlaun fyrir þátttöku í lestarátakinu. Allir sem tóku þátt fengu viðurkenningarskjal, medalíu og sundpoka með glaðningi í. Einnig fékk bókasafn skólans bókakassa að gjöf. Við þökkum styrktaraðilum okkar;...
Skólabyrjun og útilega
Skólasetning var í Þjórsárskóla mánudaginn 22.ágúst. Í fyrstu vikunni fórum við í okkar árlegu útilegu inn í Þjórsárdal. Lagt var af stað á fimmtudegi, farið í berjamó og Þjóðveldisbærinn og Hjálparfoss skoðaðir. Þá var haldið í Sandártungu þar sem gist var í tjaldi um nóttina. Á föstudeginum var síðan skipt...
Skólasetning 22. ágúst
Skólasetning Þjórsárskóla verður mánudaginn 22. ágúst kl 14:00 Kynningar verður í bekkjunum á eftir, eins og hér segir: 1.-4. Bekk 14:20 – 14:45 5.-7. Bekk 14:45 – 15:15
Innkaupalisti 2016-2017
Innkaupalisti 1. -2. bekkur 1 blá A5 stílabók 1 græn A5 stílabók 1 blá A4 stílabók Teygjumappa (skilaboðaskjóða) Þrístrendir breiðir trélitir (mikilvægt að hafa þessa týpu til að aðstoða börn við rétt grip) 2 breiðir þrístrendir blýantar (1 í pennaveski og 1 til að geyma í skóla) 1 stórt lím...
Nýsköpunarkeppni 2016
Grunnskólanemendum landsins stendur árlega til boða að taka þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Tveir nemendur Þjórsárskóla náðu þeim glæsilega árangri að komast í úrslit keppninni að þessu sinni. Það voru þær Kristín Huld Stefánsdóttir og Þorbjörg Guðrún Kristófersdóttir. Hugmynd stelpnanna var hnífastandur og var hún ein af 27 sem valin var úr...
Vistheimtsferð á Skaftholtsfjall
5.6.og 7. bekkur fóru ásamt kennurum sínum Bolette og Hafdísi upp á Skaftholtsfjall fimmtudaginn 12 maí. Tilgangur ferðarinnar var að lagfæra tilraunareitina okkar og bera skít á ákveðna reiti. Í fjallinu hittu okkur fulltrúar Landverndar og Landgræðslu. Nemendur gengu frá skólanum og veðrið lék við okkur. Við byrjuðum á því...
Ferð nemenda í 6. og 7. bekk á Reyki
Þessa vikuna eru nemendur í 6. og 7. bekk skólans á Reykjum. Allt gengur ljómandi vel og við fáum síðan ferðasögu eftir helgi.
Leikhópurinn Lotta
Miðvikudaginn 6. apríl var nemendum í 1.-4. bekk boðið að koma á leiksýningu í Leikholt, hjá Leikhópnum Lottu. Þar sýndu ævintýrapersónurnar Hrói Höttur, Þyrnirós og Bárður okkur brot af því besta úr ýmsum leiksýningum og mikið var um gleði söng og sprell. Eftir sýninguna fengu börnin að knúsa sína uppáhalds...
Gleðilega páska
Óskum ykkur öllum gleðilegra páska. Hlökkum til að sjá ykkur aftur þriðjudaginn 29. mars. Kveðja frá starfsfólki skólans