Vetrarfrí og starfsdagur

Mánudagurinn 17. október og þriðjudaginn 18. október er vetrarfrí og enginn skóli. Miðvikudaginn 19. október er starfsdagur og enginn skóli. Fimmtudagur 20. október - venjulegur skóladagur.  

Námsferð starfsfólks skólans

Starfsfólk Þjórsárskóla er að fara í námsferð til Noregs  föstudaginn 14. okt.  Við fengum styrk frá Erasmus til fararinnar.  Tilgangur ferðarinnar er að skoða og fræðast um útiskóla og útikennslu.  Við dveljum í Osló.  Við munum heimskækja skóla þar sem heitir Markaskolen og vera þar úti í heilan dag. Svo...

Hjóladagurinn

Þriðjudaginn 27. október var hjóladagur í Þjórsárskóla. Nemendur komu með hjólin sín í skólann og farið var í hjólaferðir mislangar eftir aldri og getu nemenda. Við vorum heppin með veður, það var bjart en dálítið hvasst. Nemendur komu til baka rjóðir í kinnum en með bros á vör.  

Sumarlestur

  Met þátttaka var í sumar en rúmlega 90 % nemenda í 1-7. bekk tóku þátt. Fyrstu vikuna í september voru veitt verðlaun fyrir þátttöku í lestarátakinu. Allir sem tóku þátt fengu viðurkenningarskjal, medalíu og sundpoka með glaðningi í. Einnig fékk bókasafn skólans bókakassa að gjöf. Við þökkum styrktaraðilum okkar;...

Skólabyrjun og útilega

Skólasetning var í Þjórsárskóla mánudaginn 22.ágúst. Í fyrstu vikunni fórum við í okkar árlegu útilegu inn í Þjórsárdal. Lagt var af stað á fimmtudegi, farið í berjamó og Þjóðveldisbærinn og Hjálparfoss skoðaðir. Þá var haldið í Sandártungu þar sem gist var í tjaldi um nóttina. Á föstudeginum var síðan skipt...

Skólasetning 22. ágúst

Skólasetning Þjórsárskóla verður mánudaginn 22. ágúst kl 14:00 Kynningar verður í bekkjunum á eftir, eins og hér segir:   1.-4. Bekk 14:20 – 14:45 5.-7. Bekk 14:45 – 15:15  

Innkaupalisti 2016-2017

Innkaupalisti 1. -2. bekkur 1 blá A5 stílabók 1 græn A5 stílabók 1 blá A4 stílabók Teygjumappa (skilaboðaskjóða) Þrístrendir breiðir trélitir (mikilvægt að hafa þessa týpu til að aðstoða börn við rétt grip) 2 breiðir þrístrendir blýantar (1 í pennaveski og 1 til að geyma í skóla) 1 stórt lím...

Nýsköpunarkeppni 2016

Grunnskólanemendum  landsins stendur árlega til boða að taka þátt í Nýsköpunarkeppni  grunnskólanna. Tveir nemendur  Þjórsárskóla  náðu þeim glæsilega árangri að komast í úrslit keppninni að þessu sinni. Það voru þær Kristín Huld Stefánsdóttir og Þorbjörg Guðrún Kristófersdóttir.  Hugmynd stelpnanna var hnífastandur og var hún ein af 27 sem valin var úr...

Vistheimtsferð á Skaftholtsfjall

5.6.og 7. bekkur fóru ásamt kennurum sínum Bolette og Hafdísi upp á Skaftholtsfjall fimmtudaginn 12 maí. Tilgangur ferðarinnar var að lagfæra tilraunareitina okkar og bera skít á ákveðna reiti.  Í fjallinu hittu okkur fulltrúar Landverndar og Landgræðslu. Nemendur gengu frá skólanum og veðrið lék við okkur.  Við byrjuðum á því...