Skákmót

Skákmót

Skákfréttir Fimmtudaginn 26. janúar var skákdagurinn haldinn um land allt. Dagurinn er tileinkaður Friðriki Ólafssyni , fyrsta stórmeistara Íslendinga í skák. Þjórsárskóli tók þátt í þessum viðburði og héldum við skákmót hér í skólanum. Nemendur í 3. – 7. bekk hafa verið í skákkennslu einu sinni í viku í vetur. Þeir hafa verið mjög áhugasamir í tímum og umgangast hvert annað með mikilli virðingu. Á skákmótinu var teflt á 16 borðum. Alls voru tefldar 4 skákir sem tóku 7 mínútur hver. Nemendur voru mjög einbeittir og ríkti þögn allan tímann. 3 nemendur unnu allar sínar skákir og eru skákmeistarar Þjórsárskóla. Nemendurnir eru Þrándur Ingvarsson 6. bekk, Rebekka Georgsdóttir 6. bekk og Baldur Már Jónsson 3. bekk. Við óskum þeim til hamingju með skákmeistaratitlana sína.

2 Allir