Sundmót Þjórsárskóla var haldið í þann 14. maí í Skeiðalaug. Keppendur stóðu sig vel og var mjög jafnt á milli nemenda. Vésteinn varð fyrstur í drengjaflokki, Magnús Arngrímur annar og Eyþór Ingi þriðji. Í stúlknaflokki var það Þórhildur sem sigraði, Þórkatla varð í öðru sæti og Svana Hlín í þriðja....
Vikan framundan
Þriðjudagur 14/5 - Sundkeppni skólans frá kl. 10-12. Allir koma með sundföt. Miðvikudagur 15/5 - Skógarferð fyrir hádegi. Þema ferðarinnar er stærðfræði. Bekkjarkvöld 1.-2. bekkur frá kl. 17-19. Fimmtudagur 16/5 - Skólahópur Leikholts hjá okkur allan daginn.
Nýsköpun – Markaðsdagur
Hluti nýsköpunar kennslunnar hjá 5.- 7. bekk í vetur var að hanna vörur og markaðsetja þær. Nemendur stofnuðu fyrirtæki, gáfu því nafn og fundu síðan út hvaða vörur væri sniðugt að framleiða. Þeir þurftu að reikna út kostnaðinn af framleiðslu vörunnar og ákveða í framhaldi af því verðið á henni....
Vikan framundan
Mánudagur 6. maí - Skólaráðsfundur Miðvikudagur 8. maí - Gróa hjúkrunarfræðingur kemur og miðstigsgleði í Flúðaskóla hjá 5.-7.bekk. Fimmtudagur 9. maí - Skólahópur Leikholts í skólanum ásamt foreldrum þeirra. Nýsköpunarmarkaður hjá 5.-7. bekk kl. 13.10.
Litla upplestrarkeppnin
Fimmtudaginn 11.apríl var 4.bekkur með Litlu upplestarkeppnina en hún byggir á sömu humyndafræði og Stóra upplestrarkeppnin sem 7.bekkur tekur þátt í. Rétt er að undirstrika það að hugtakið keppni í þessu tilviki felur ekki í sér að keppa við aðra heldur að verða betri í lestri í dag en í...
Vikan framundan
Miðvikudagur - 1.maí. Almennur frídagur. Enginn skóli. Fimmtudagur - 2. maí. 1.bekkur fer í heimsókn í Leikholt ásamt Kristínu.
Vikan framundan
Þriðjudagur 9. apríl - Gróa hjúkrunarfræðingur hér. Bekkjarkvöld hjá 3.- 4.bekk. Fimmtudagur 11. apríl - 1.- 4. bekkur í Leikholt á sýningu. Litla upplestrarkeppnin hjá 4. bekk kl. 13. Föstudagur 12. apríl - Páskaferð í skóginn. Síðasti skóladagur fyrir páska.
Páskaungar
Það ríkti mikil eftirvænting hjá nemendum í vikunni. Valgerður á Húsatóftum kom með útungunarvél í skólann og börnin fengu að fylgjast með litlum hnoðrum skríða úr eggjum. Takk fyrir Valgerður.
Vikan framundan
Þriðjudagur 2.apríl - Brautarholtssund. Miðvikudagur 3. apríl - Nemendum í 1.-7.bekk boðið á leiksýningu á Flúðum. Fimmtudagur 4. apríl - Nemendum í 5.-7.bekk boðið á leiksýningu unglingadeildar á Flúðum.
Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar
Þriðjudaginn 26. mars var lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar haldin á Laugarvatni. Alls kepptu níu nemendur úr fimm skólum. Fyrir Þjórsárskóla kepptu Sóldís Dúna og Þórhildur. Báðar stóðu sig mjög vel. Sóldís spilaði líka á píanó fyrir viðstadda. Þórhildur hreppti annað sætið. Við erum mjög stolt af þeim árangri. Til hamingju Þórhildur....