Mánudagur - Hjördís Ólafsdóttir kemur inn sem afleysingarkennari fyrir Selmu. Þriðjudagur - Tónlistarskólinn kemur í heimsókn í 1. - 2. bekk. Miðvikudagur - Alþjóðlegi heilbrigðisdagurinn Fimmtudagur - Dagur gegn kynþáttamisrétti
Árshátíð Þjórsárskóla 2019
Föstudaginn 15. mars var árshátíðin okkar í Þjórsárskóla. Í ár var unnið með Jón Odd og Jón Bjarna en Halla Guðmundsdóttir skrifaði leikritið eftir bókum Guðrúnar Helgadóttur og leikstýrði. Nemendur tóku virkan þátt í undirbúningi fyrir árshátíðina. Unnið var á stöðvum við að útbúa leikmynd, leikmuni, veggmyndir og búninga. Þá...
Akstur – frestað
Þriðjudaginn 12.mars Skólaakstur frestað vegna veður, athugum seina. Skólinn byrja ekki á réttum tíma.
Vikan framundan
Mánudagur 4. mars - Bolludagur. Nemendur mega hafa með sér bollu í morgunkaffi. Þriðjudagur 5. mars - Brautarholtssund Miðvikudagur 6. mars - Hálfur skóladagur. Öskudagsskemmtun. Allir koma í búning í skólann. Heimkeyrsla kl. 12. Föstudagur 8. mars - Undirbúningur fyrir árshátíð byrjar. Nemendur vinna á stöðvum. Ekki kennt eftir stundatöflu.
Dagur íslenska táknmálsins
Krakkarnir í fimmta bekk hafa verið að læra táknmál hjá Selmu í vetur. Mánudaginn 11. febrúar var Dagur íslenska táknmálsins og þá var settur upp táknmálsveggur í miðrými skólans. Myndir af krökkunum að segja hin ýmsu tákn voru prentuð út og hengd upp á vegg, til sýnis fyrir alla í...
Vikan framundan
Mánudagur 18. febrúar - Miðstigsgleði 17.30 - 19.30. Miðvikudagur 20. febrúar - Alþjóðlegur dagur félagslegs réttlætis. Fimmtudagur 21. febrúar - 7. bekkur Flúðaskóla og skólahópur Leikholts í skólanum.
Bláfjöll
Þann 13. febrúar fórum við í Bláfjöll á skíði með alla nemendur í skólanum, 1.-7.bekk. Allir fóru á skíði, sumir í fyrsta skipti og voru því margir sigrar unnir þennan dag. Við fengum góða foreldra með okkur í ferðina og færum við þeim okkar bestu þakkir fyrir alla hjálpina.
5. – 7. bekkur
Nýsköpun er hluti af smíðakennslunni í vetur.Hún byggir á því að nemendur stofna fyrirtæki, tveir eða fleiri, fá hugmynd af vöru, hanni hana, geri kostnaðaráætlun og markaðssetji. Í vor verða nemendur síðan með markað þar sem gestir fá innsýn í framkvæmdarferlið og vörurnar verða til sölu. Samhliða þessarar vinnu er...
Skáklota
Nú er lokið skáklotu sem stóð yfir í 3 vikur hjá nemendum í 1. – 7. bekk. Endaði hún á skákmóti innan kennsluhópanna. Á myndunum má sjá nemendur í fyrstu 5 sætunum í hverjum hóp. Þeir sem voru stigahæðstir fengu verðlaunagrip. Umsjón með skáklotunni hafði Lilja Loftsdóttir.
Hálka
Engin akstur og skóli í dag vegna hálku.