Skólabyrjun

Skólabyrjun

Þjórsárskóli var settur miðvikudaginn 21. ágúst. Eftir skólasetningu var kynning á námsefni og áherslum vetrarins í bekkjarstofum barnanna. Þetta skólaárið eru 46 nemendur í skólanum.

Í annarri vikunni af skólanum var farið í hina árlegu útilegu. Veðrið var okkur hins vegar ekki hliðhollt og það rigndi mikið. Því var ákveðið að fara í skólann og gista þar eftir að verkefnum dagsins í skóginum var lokið. Daginn eftir unnið í stöðvum á skólalóðinni.

Útilegan er liður í því að vinna með jákvæðan skólabrag og bera virðingu hvert fyrir öðru og umhverfinu.

  

Hafðu samband við okkur

Þjórsárskóli Árnesi, 804 Selfoss
Sími: 486-6000
Kennitala: 540602-4410
Netfang: Skolastjori@thjorsarsarskoli.is

    [recaptcha]