Hjóladagurinn

Hjóladagurinn

Miðvikudaginn 11. september var hinn árlegi hjóladagur í Þjórsárskóla. Nemendur komu með hjólin sín í skólann og farið var í hjólaferðir mislangar eftir aldri og getu nemenda. Þeir yngstu voru í kringum skólann og þeir elstu hjóluðu tæpa 12 km. Nemendur hjóluðu í endurskinsvestum og létu haustrigninguna ekki trufla sig.