Vorferð í skóginn

Vorferð í skóginn

Þann 22. maí fórum við inn í skóginn okkar. Markmiðin með þessari ferð voru:

Að nemendur :

  • Geri sér grein fyrir mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi og taki þátt í skólahlaupi
  • Nýti náttúruna til afþreyingar
  • Komi með réttan útbúnað og viðeigandi klæðnað

Nemendur byrjuðu á því að taka þátt í skólahlaupinu og hlupu mislangar vegalengdir eftir aldri. Eftir hlaupið fengu allir að sulla í Sandá í góða veðrinu.