Vikan framundan

Þriðjudagur 18. maí - Brautarholtssund hjá 6. og 7. bekk Miðvikudagur 19. maí - Landgræðsluferð hjá 5.-7. bekk og Skólahópur leikskólans í skólanum. Fimmtudagur 20. maí -  7. bekkur á Flúðum og Skólahópur leikskólans í skólanum allan daginn. Mánudaginn 24. maí er annar í Hvítasunnu og þá er ekki skóli.

Listgreinar í skóginum

Föstudaginn 14. maí fórum við í skóginn okkar og unnum í aldursblönduðum hópum á stöðvum. Þemað þessu sinni var sköpun og verkefnin á stöðvunum voru fjölbreytt: búin voru til listaverk, stígurinn í skóginum skreyttur, búnir voru til bátar og farið var í ratleik.           

Vikan framundan

Miðvikudagur 12. maí - Skólahópur Leikholts hjá okkur fram yfir hádegismat.  Fimmtudagur 13. maí - Uppstigningardagur frí Föstudagur 14. maí - Skógarferð 

Kartöflurækt

Föstudaginn 7. maí fór 6. bekkur út í kartöflugarðinn okkar. Þau pældu hann og setti moltu úr lífrænu tunninni okkar í garðinn, gerðu stíga og nú er hann tilbúinn þannig að hægt er að setja niður kartöflur. Nemendur voru áhugasamir í þessari vinnu og unnu vel.    

Vikan framundan

Mánudagur 3. maí - Starfsdagur - Nemendur frí Þriðjudagur 4. maí - Brautarholtssund. Guðný María námsráðgjafi hér. Fimmtudagur 6. maí - Hjálmafræðsla hjá 1. - 2. bekk. Nú hefur verið send könnun á öll heimili um Heilsueflandi grunnskóla. Væri gott að fá svör fyrir helgi.  

Litla upplestrarkeppnin

21. apríl var Litla upplestrarhátíðin haldin og voru það nemendur í 4. bekk sem spreyttu sig á upplestri. Formlega hófst undirbúningstímabilið 16. nóvember en síðustu vikurnar fyrir hátíðina var allt kapp lagt í það að æfa upplesturinn sem mest. Einnig fengu þau að fylgjast með forkeppninni hjá 7. bekk 10....

Dagur einhverfunnar

Föstudaginn 9. apríl var Alþjóðlegur dagur einhverfu. Þá klæddumst við bláum fötum í skólanum til þess að sýna samstöðu þessu mikilvæga málefni.

Vikan framundan

Þriðjudagur 20. apríl - Bekkjarkvöld hjá 1. og 2. bekk Miðvikudagur 21. apríl - Litla upplestrarkeppnin hjá 4. bekk. Sigríður hjúkka kemur og hittir 6. bekk. Fimmtudagur 22. apríl - Sumardagurinn fyrsti. Frí í skólanum.  

Hjálmar

Nú á vordögum fékk 1. bekkur hjálma að gjöf frá Lions hreyfingunni á Íslandi.  

Skólabúðir í Reykjaskóla

Dagana 22.-25. mars fór 6. og 7. bekkur í skólabúðir í Reykjaskóla í Hrútafirði. Í skólabúðunum fylgja nemendur stundatöflu eins og í hefðbundum skóla en verkefnin eru með öðru sniði og var lagt áherslu á félagsleg tengsl, fjármál og fjöruna. Að vera í jákvæða liðinu og að velja jákvæðu leiðina...