Öskudagurinn

Öskudagurinn

Á öskudaginn var haldin skemmtun í Árnesi þar sem var mikið fjör, dansað, kötturinn sleginn úr tunnunni og í lokin fengu allir glaðning frá foreldrafélaginu. Nemendur í 4. og 7. bekk bjuggu til tunnurnar og 7. bekkur stýrði einnig leikjum og tónlist á ballinu.