Nemendur í skólanum tóku þátt í aðventuhátíð sem haldin var í Árnesi fyrsta sunnudag í aðventu. Viðburðurinn var á vegum sóknarnefndar og tóku nemendur þátt í helgileik og söng, m.a. með kirkjukórnum.
Vikan framundan
Miðvikudagur 23. nóvember - Sigríður Björg hjúkrunarfræðingur hér. Fimmtudagur 24. nóvember - Starfsdagur, nemendafrí. Nú er lúsin aftur komin upp í skólanum og því biðjum við ykkur um að kemba reglulega.
Dagur íslenskrar tungu
Á degi íslenskrar tungu, þann 16.nóvember voru við með hátíð fyrir aðstandendur og gesti í Árnesi. Nemendur sýndu dansa, afrakstur vetrarins úr danstímum hjá Silju. Þá fengum við Grænfánann afhentan í 10. skiptið, Sigurlaug frá Landvernd kom og afhenti okkur hann. Þá sungu nemendur, fóru með ljóð og lásu Draugasögur...
Vikan framundan
Miðvikudagur 16. nóvember - Dagur íslenskrar tundu. Hátíðin byrjar kl. 13 í Árnesi og stendur til kl. 14.15. Fimmtudagur 17. nóvember - Skólahópur Leikholts hjá okkur fram að hádegi. Laugardagur 19.nóvember - Skólaþing kl. 11 í Árnesi.
Dagur gegn einelti
Þann 8. nóvember á Degi gegn einelti var farið yfir eineltishringinn og rætt við nemendur um samskipti. Áherslan hjá okkur þetta árið var á græna karlinn í eineltishringnum. Græni karlinn hjálpar og lætur vita ef hann tekur eftir einhverju óeðlilegu í samskiptum. Við bjuggum til stóran grænan karl upp á...
Vikan framundan
Þriðjudagur 8. nóvember - Dagur gegn einelti Miðvikudagur 9. nóvember - Ingvar og Vilborg koma og tala við nemendur um skólaþing. Fimmtudagur 10. nóvember - Skólahópur Leikholts með 1.-2.bekk Á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember verður danssýning og hátíð í tilefni dagsins. Foreldrum og aðstandendum verður boðið kl.13 í...
Jól í skókassa
Jól í skókassa – Á hverju ári taka nemendur og starfsmenn Þjórsárskóla þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það er hluti af verkefni okkar um sjálfbærni. Þetta verkefni felst í því að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að færa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar...
Vikan framundan
Mánudagur 31.október - Listasmiðja fyrir 6.bekk. Talmeinafræðingurinn Harpa í skólanum. Þriðjudagur 1. nóvember - Brautarholtssund. Aðalfundur foreldrafélagsins kl. 20 á TEAMS. Miðvikudagur 2. nóvember - 1.-7. bekkur fer á Flúðir að sjá árshátíðarleikrit skólans. 7. bekkur fer með Höllu Siggu á sveitarstjórnarfund. Fimmtudagur 3. nóvember - Skólahópur Leikholts hjá 1.-2.bekk....
Öðruvísi dagar
Fimmtudaginn 27. október var bangsa og náttfatadagur í skólanum. Föstudaginn 28. október héldum við upp á hrekkjavöku, þeir sem vildu mættu í búingum og 7. bekkur sá um veitingar og skemmtidagskrá.
Sumarlestur
Í sumar var 11 árið í röð sem verkefnið „Sumarlestur“ var í gangi í Þjórsárskóla en meirihluti nemanda tók þátt í verkefninu þetta árið sem er frábært. Markmiðið með verkefninu er að auka lestraráhuga, hvetja nemendur til þess að vera dugleg að lesa á sumrin og þar með viðhalda þeim...