Vísindasmiðja

Vísindasmiðja

Í síðustu viku fóru nemendur 7.bekkjar til Reykjavíkur og heimsóttu Vísindasmiðjuna. Þar lærðu nemendur meira um hljóð, rafmagn og segla auk ljóss og lita. Einnig var unnið verkefni tengt líkindum. Ferðin heppnaðist afar vel og bæði kennari og nemendur lærðu mikið með því að fikta og prófa. Vefsíða Vísindasmiðjunnar: https://visindasmidjan.hi.is/stodvar/